Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29515
Í þessari BA ritgerð í þjóðfræði er rusllaus lífsstíll (e. zero-waste lifestyle) á Íslandi rannsakaður. Rusllaus lífsstíll byggir á þeirri hugmyndafræði að minnka rusl sem endar í urðun. Ásamt því að senda engan úrgang í urðun reyna einstaklingar að komast hjá því að senda hluti í endurvinnslu. Til þess að gera það þurfa þeir að gera ýmsar breytingar á lífsháttum sínum. Ritgerðin beinir sjónum að því hvernig og af hverju einstaklingar velja að lifa rusllausum lífstíl þar sem samfélagið gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar myndi ekkert rusl.
Rannsóknin byggir á fjórum viðtölum við konur sem allar stunda rusllausan lífsstíl. Með því að lifa rusllausu lífi eru konurnar að sýna andóf (e. resistance) gegn ríkjandi neyslumenningu. Þetta gera þær með því að beita brögðum (e. tactics) á ráðagerðir (e. strategies) samfélagsins sem gerir ekki ráð fyrir rusllausum lífsstíl. Samkvæmt konunum er mikilvægt að breyta hugarfarinu og reyna að finna lausnir til þess að vera rusllaus. Konurnar hafa til dæmis skipt út ýmsum einnota vörum fyrir fjölnota, ásamt því að velja alltaf þann umhverfisvænsta kost sem hægt er. Rusllaus lífsstíll snýst um umhverfisvitund, en með því að huga að umhverfinu hafa konurnar allar fundið að þeim líður sjálfum betur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rusllaus lífsstíll_BirnaSig.pdf | 2,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_BirnaSig.pdf | 2,04 MB | Lokaður | Yfirlýsing |