Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29520
Hvalaskoðunarferðum út frá Íslandsströndum hefur undanfarin ár farið fjölgandi. Í slíkum ferðum er náttúran skoðuð í sínu hreinasta formi. Leiðsögumenn ferðanna eru í lykilhlutverki þar sem þeir benda á hvalina ásamt því að fara eftir ákveðnu handriti sem inniheldur allskyns upplýsingar um til að mynda hvalina, umhverfið og plastmengun. Mikið framboð er á rannsóknum sem fjalla um hvalaskoðunarferðir, leiðsögumenn og samband þeirra við ferðamenn. Eins og áður er greint frá er náttúran skoðuð í sínu hreinasta formi, en í því felst að ekki er alltaf hægt að treysta á að hvalir sjáist í hverri ferð. Markmiðið er því að skoða hvernig farþegar upplifa mikilvægi leiðsagnar í slíkum ferðum. Viðtöl við leiðsögumenn og farþega slíkra ferða leiddu í ljós að undirstaða áhrifaríkrar leiðsagnar er framkvæmd leiðsögumanna á vinnu sinni. Framkvæmdin grundvallaðist m.a. af menntun, túlkun og öryggi. Með menntun bjuggu þeir yfir betri skilning á efninu jafnframt betri hæfni til túlkunar. Leiddi það til þess að farþegar voru ánægðir með leiðsögn ferðanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lovísa Fanney_Hvalurkl.12.pdf | 533.86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.LFA2.jpg | 215.36 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |