is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29527

Titill: 
  • Fjármögnun og fjármálaleg milliganga fasteignaveðlána
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða fjármögnun fasteignaveðlána á Íslandi síðastliðin ár og kanna sérstaklega fjármálalega milligöngu (e. financial intermediation) slíkra lána, vaxtamun milligönguaðila ásamt að skoða hlutverk lífeyrissjóðanna í fjármögnun lánanna. Ritgerðinni er ætlað að ná utan um fjármálalega milligöngu fasteignaveðlána, það er hverjir fjármagna slík lán, hvernig ávöxtunarkrafa hefur þróast og tímalengd útgáfu, ásamt þátttöku lífeyrissjóða í fjármögnun fasteignaveðlána, bæði með eigin sjóðfélagalánum og með kaupum á skuldabréfum banka og Íbúðalánasjóðs.
    Fjármálaleg milliganga fasteignaveðlána fer iðulega í gegnum milligönguaðila og oftast er sá aðili bankastofnun. Í ýmsum rannsóknum er sýnt fram á að bankar hafa hlutfallslega yfirburði gagnvart öðrum að veita slík lán þar sem þeir geta með einfaldari og ódýrari hætti flutt fjármagn frá fjármagnseigendum til lántaka. Það geta þeir gert til dæmis með lausafjártryggingu og með því að lágmarka þann vanda sem tengist ósamhverfum upplýsingum sem að lokum leiðir til lægri viðskiptakostnaðar í heild. Með lægri viðskiptakostnaði ættu slíkir aðilar að geta boðið samkeppnishæfari vaxtakjör en aðrir og því eru bankar í betri stöðu til að veita þessa þjónustu á hagkvæmari hátt. Vaxtamunur á verðtryggðum lánum bankanna var 0,57 – 0,84% að jafnaði yfir tímabilið 2012-2017, sem fer eftir því hvort vextir eru breytilegir eða fastir. Samsvarandi vaxtamunur fyrir óverðtryggð lán nam um 0,68 – 1,10%. Vaxtamunur á verðtryggðum útlánum hefur aukist frá miðju ári 2016 en vaxtamunur síðastliðna mánuði hefur minnkað á óverðtryggðum útlánum.
    Útlán til heimila með veði í fasteign námu 1.454 milljörðum króna í lok júní 2017. Íslenskir lífeyrissjóðir fjármögnuðu beint eða óbeint um 77% af öllum útlánum til heimila sem eru með veð í fasteign. Þetta hlutfall hefur aukist verulega frá árinu 2007 þegar það var 37%. Hlutverk lífeyrissjóða við fjármögnun húsnæðislána er því veigamikið. Slíkt ætti ef til vill ekki að koma á óvart þar sem þessi eignaflokkur hentar lífeyrissjóðum mjög vel vegna samspila skuldbindinga lífeyrissjóða, sem eru verðtryggðar til langs tíma, og eiginleika húsnæðislána, sem oftast eru einnig veitt til langs tíma. Með því næst góð pörun eigna og skuldbindinga lífeyrissjóðanna.

Samþykkt: 
  • 2.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Pálsson (2.febrúar).pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf35.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF