is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29528

Titill: 
  • Forvörn til framtíðar: Mat á geðheilbrigðisfræðslu fyrir geðheilsulæsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir benda til þess að ungmenni séu sérstakur áhættuhópur þegar kemur að geðrænum vandamálum. Ungmenni hafa almennt minni þekkingu á einkennum geðsjúkdóma en þeir sem eldri eru. Þau eru einnig ólíkleg til að sækja sér aðstoð þegar við á sem hefur áhrif á batahorfur. Ýmislegt bendir til þess að þekkingarleysi og smán gagnvart geðsjúkdómum hafi mikil áhrif á það hvernig ungmenni bregðast almennt við geðrænum veikindum og því eiga snemmbær forvarnarinngrip sem taka á þessum áhrifaþáttum fullt erindi við þennan aldurshóp. Hugrún geðheilsufræðsla er geðræktarframtak nemenda við Háskóla Íslands sem hefur það markmið að auka geðheilsulæsi á meðal ungmenna og þar með sporna við versnandi geðheilbrigði aldurshópsins. Hugrún notar jafningjafræðslu frá vel þjálfuðum nemendum til að framfylgja markmiði sínu. Rannsóknir hafa sýnt að fræðsluinngrip, eins og geðheilbrigðisfræðsla Hugrúnar, efli geðheilsulæsi með því að auka þekkingu, notkun
    hjálplegra bjargráða og hjálparsækni og þar með jafnframt draga úr smán. Til að prófa þá tilgátu að geðheilbrigðisfræðsla auki geðheilsulæsi var spurningalisti sem mældi þekkingu, viðhorf, notkun bjargráða og hjálparsækni lagður fyrir samtals 98 lögráða framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu haustið 2017 í tvígang, rétt fyrir geðheilbrigðisfræðslu Hugrúnar og tæpum mánuði eftir. Allnokkir þátttakendur svöruðu aðeins öðrum spurningalistanum. Þegar reiknaður var marktækur munur á meðaltölum fyrir og eftir fræðslu fyrir alla þátttakendur, var ekki marktækur munur á meðaltölum þeirra fyrir þekkingu, smán, notkun bjargráða og hjálparsækni. Þegar á hinn bóginn voru reiknaðar niðurstöður fyrir einungis þá 40 þátttakendur sem svöruðu báðum listum og fengu inngrip, var marktæk aukning á þekkingu og jafnframt marktæk aukning á smán en ekki marktækur munur á notkun bjargráða eða hjálparsækni. Niðurstöður vísa til þess að stutt fræðsla geti aukið þekkingu en einnig að meiri þekking geti haft neikvæð áhrif á viðhorf, og að ef til vill þurfi að lengja fræðsluna og breyta fyrirkomulagi hennar til að bæta geðheilsulæsi almennt.

Samþykkt: 
  • 2.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur Alda M.V. Bs_ritgerð_skemman.pdf516.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf70.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF