is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29529

Titill: 
  • Geðraskanir og afbrotahegðun: Meðferðarúrræði fyrir geðsjúka fanga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Algengi geðraskana innan fangelsa var skoðað og hvaða úrræði standa geðsjúkum föngum til boða. Gerð var samantekt á nokkrum algengustu geð- og persónuleikaröskunum innan fangelsa.Þar kom í ljós að áfallastreituröskun var mun algengari á meðal fanga en í þýði, eða allt að 43,8% kvenna og 27,1% karla, en röskunin greinist 0,5-1% í almennu þýði. Andfélagslegur persónuleiki greinist líka töluvert meira á meðal fanga en í þýði eða um 47% karla og 21% kvenna, en algengi í þýði er um 0,2-3,3%. Könnuð voru tengsl nokkurra geð- og persónuleikaraskana við afbrotahegðun. Tengsl fundust en má þar nefna að andfélagslegur
    persónuleiki getur aukið hlutfallslíkur á að karlmaður fremji morð allt að tífalt og allt að 50 falt hjá konum. Úrræði fyrir geðsjúka fanga hérlendis eru fá en erfitt reynist fyrir fanga að fá aðstoð og úrlausn vegna sálfræðilegs vanda. Mikil eftirspurn er eftir aðstoð en sérfræðingarnir ná ekki að sinna öllum fjöldanum. Til samanburðar voru meðferðarúrræði í Bandaríkjunum skoðuð en meðferðaraðilar þar einblína á geðrænan bata, daglega virkni innan fangelsanna og persónulega uppbyggingu en þar er skylda að bjóða föngum upp á lágmarksmeðferð í geðheilbrigðismálum,líkt og hér á Íslandi. Skoðað var hvað telst vera líklegast til árangurs en markmiðið er að koma í veg fyrir afbrotahegðun og fækka þannig endurkomum í fangelsi. Rannsóknir mæla með að öll fangelsi skimi fyrir einstaklingum með alvarlegar geðraskanir hjá föngum svo mögulegt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir og áætlanir sem fyrst. Ef geðsjúkir fangar fá rétta aðstoð gæti
    það dregið úr afbrotahegðun auk þess sem alvarlega geðsjúkir einstaklingar eiga frekar heima á geðspítala heldur en í fangelsi.

Samþykkt: 
  • 5.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geðraskanir og afbrotahegðun.pdf316.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.78 MBLokaðurYfirlýsingPDF