is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29530

Titill: 
  • Kvíðaraskanir barna og unglinga Yfirlit yfir kvíða- og fylgiraskanir barna og unglinga í rannsóknum á árangri hugrænnar atferlismeðferðar gegn kvíða
  • Anxiety disorders, children and adolescents A review of anxiety disorders and comorbidity in children and adolescents in researches on the efficacy of cognitive behavioral therapy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvíðaraskanir eru algengustu geðraskanir meðal barna og unglinga, með algengi frá 15 - 20%. Fylgiraskanir eru algengar meðal kvíðaraskana, en þá er samsláttur tveggja eða fleiri raskana til staðar. Tilgangur rannsóknar var að skoða kvíða- og fylgiraskanir barna og unglinga undir 18 ára sem tóku þátt í meðferðarrannsóknum um árangur hugrænnar atferlismeðferðar. Alls voru 43 rannsóknargreinar samþykktar til gagnavinnslu og voru þær flokkaðar eftir aðalkvíðaröskunum (almenn kvíðaröskun, aðskilnaðarkvíðaröskun, félagskvíðaröskun, ofsakvíðaröskun og víðáttufælni). Fylgiraskanir voru teknar saman eftir flokkum aðalkvíðaraskana. Niðurstöður gefa til kynna að fylgiraskanir séu algengar á meðal kvíðaraskana, en algengustu fylgiraskanir voru aðrar kvíðaraskanir. Algengustu fylgiraskanir, sem ekki teljast til kvíðaröskunar, eru ADHD og lyndisraskanir. Kvíðameðferðarrannsóknir geta veitt mikilvægar upplýsingar um algengi fylgiraskana hjá börnum og unglingum. Útilokanir á ákveðnum röskunum geta valdið skekkju í rannsóknum og gert erfitt fyrir þegar kemur að því að velja meðferðarrúrræði. Niðurstöður rannsóknarinnar samræmast fyrri rannsóknum um að algengi fylgiraskana meðal kvíðaraskana sé hátt og því mikilvægt að rannsóknum sé haldið áfram til að tryggja rétt meðferðarúrræði við kvíðaröskunum barna og unglinga.

Samþykkt: 
  • 5.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Björk Jensínudóttir(1).pdf835.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Doc 02 Feb 2018, 17_26.pdf927.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF