is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29534

Titill: 
  • Andleg líðan og líkamleg einkenni sjúklinga sem komið hafa á Hjartagátt Landspítala vegna brjóstverkja: Hlutverk persónuleikagerðar D
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hátt hlutfall sjúklinga sem leita á bráðadeildir vegna brjóstverkja fá greiningu á ótilgreindum brjóstverkjum. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að þessi sjúklingahópur upplifi í ríkum mæli andlega vanlíðan, finni fyrir áframhaldandi brjóstverkjum eftir útskrift af bráðadeild og leiti ser ítrekað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstverkja án þess að fá, að því er virðist, viðhlítandi úrræði við vanda sínum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort og þá hvaða sálrænir þættir gætu spáð fyrir um ótilgreinda brjóstverki meðal sjúklinga komið hafa á hjartabráðadeild með umkvartanir um brjóstverki. Alls tóku 448 sjúklingar (m = 51,6 ár ± 10,3 ár; 58,9% karlar) þátt í rannsókninni við innlögn á Hjartagátt Landspítala vegna brjóstverkja. Þátttakendur svöruðu spurningalistum sem mátu alvarleika og/eða algengi líkamlegra einkenna, þunglyndis, kvíða, streitu, síþreytu og persónuleikagerðar D, ásamt bakgrunnsspurningum. Alls fengu 343 (67,5%) þátttakendur greiningu á ótilgreindum brjóstverkjum og 105 (20,7%) þátttakendur fengu greiningu á kransæðasjúkdómi. Niðurstöður voru á þá leið að sambærilegt hlutfall sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki og kransæðasjúklinga höfðu einhver líkamleg einkenni, þunglyndis- og kvíðaeinkenni, síþreytu og persónuleikagerð D. Frekari greiningar leiddu í ljós að persónuleikagerð D, kyn og aldur voru einu sjálfstæðu forspárþættirnir fyrir ótilgreindum brjóstverkjum. Þá sýndi samanburður á sjúklingum með ótilgreinda brjóstverki sem ýmist höfðu eða höfðu ekki persónuleikagerð D, að sjúklingar með persónuleikagerð D kvörtuðu yfir fleiri líkamlegum einkennum og höfðu meiri þunglyndis-, kvíða-, heilsukvíða- og streitueinkenni, þó að leiðrett væri fyrir kyni, aldri og menntunarstigi. Einnig var algengara að sjúklingar með ótilgreinda brjóstverki sem höfðu persónuleikagerð D flokkuðust með síþreytu. Af niðurstöðum má því álykta sem svo að líkamleg einkenni og andleg vanlíðan se sambærileg hjá sjúklingum með ótilgreinda brjóstverki og kransæðasjúklingum. Persónuleikagerð D virðist þó spá fyrir um ótilgreinda brjóstverki meðal brjóstverkjasjúklinga, auk þess sem andleg og líkamleg heilsa sjúklinga með ótilgreinda brjóstverki virðist vera verri hjá þeim sem hafa persónuleikagerð D.

Samþykkt: 
  • 5.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð Sesselja Hreggviðsdóttir.pdf378.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Sesselja.pdf84.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF