Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29535
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif kennsluaðferðin Teiknað til skilnings (e. learner-generated drawing) hafði á lesskilning og námsgetu nemenda og að athuga hvaða áhrif hún hafði á verkunarálag (e. cognitive load) nemenda. Þátttakendur voru 30 framhaldsskólanemar á aldrinum 16 til 19 ára. Þeim var skipt í tvo hópa sem verkuðu sama námsefni á mismunandi hátt. Annar hópurinn teiknaði mynd úr efninu og hinn svaraði spurningum úr því. Síðan svöruðu nemendur spurningum úr efninu. Verkunarálag nemenda var metið með sjálfsmatskvarða. Settar voru fram tvær tilgátur: Fyrri tilgátan var að þeir nemendur sem notuðu aðferðina stæðu sig betur á kunnáttuprófi úr texta heldur en þeir sem notuðu hana ekki. Sú tilgáta stóðst; þeir nemendur sem teiknuðu stóðu sig marktækt betur á kunnáttuprófinu heldur en hinn hópurinn. Seinni tilgátan var sú að verkunarálag nemenda væri minna í kunnáttuprófinu meðal þeirra sem notuðu TTS aðferðina en þeirra sem notuðu hana ekki. Sú tilgáta stóðst ekki; verkunarálag beggja hópa var svipað þegar þeir voru að svara kunnáttuprófinu.
The aim of the study was to examine the effect of the learner-generated drawing strategy on reading comprehension and students‘ learning, and to examine it‘s impact on cognitive load. The participants were students in upper secondary school ranging from 16 to 19 years old. They were divided into two groups which worked with the same reading material in two different ways. One group drew a representing picture from the content of the material whereas the other answered questions from it. Thereafter, every student answered questions from the material along with other questions. The students cognitive load was evaluated with a self-assessment scale. Two hypotheses were examined: The first hypothesis was that students who used the LGD method would perform better on knowledge test from the text compared to the ones who answered questions. The hypothesis stood, students who drew the pictures scored significantly higher on the test than the other group. The second hypothesis was that the students cognitive load when answering the knowledge test would be lower among the students using LGD compared to the ones who did not use the strategy. This hypothesis was not supported; cognitive load was similar between both groups when answering the knowledge test.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
meistararitgerð_skemman.pdf | 919,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlýsing.pdf | 497,26 kB | Lokaður | Yfirlýsing |