is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29541

Titill: 
  • Hugur-hjarta og jafnvægi á hreyfingu: Tákngildi vatns í sameiginlegri dulvitund og í fornkínverskum ritum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Frá fornum tíma hefur tákngildi vatns fengið mikla umfjöllun bæði í trúarbragðaritum og heimspekilegum ritum. Svissneski sálfræðingurinn Carl Gustav Jung hefur einnig veitt vatninu athygli í rannsóknum sínum um erkitýpur og sameiginlega dulvitund, þar sem tákn vatns gegnir frumhlutverki í leit að skilningi sjálfsins. Tungumál drauma felst í táknrænu og goðsögulegu formi. Til að skilja skilaboð sem hulin eru í táknum er nauðsynlegt að skilja fyrir hvað þessi tákn standa bæði frá vísindalegu og frumspekilegu sjónarhorni. Vísindalegar kenningar um mikilvægi vatns endurspeglast að nokkru leyti í ýmsum elstum ritningum mannkynssögunnar, fornkínverskum ritum, þar sem lýst er hliðstæðum heims og manns í samhengi við vatn og fleiri fyrirbæri náttúrunnar. Óneitanlegt mikilvægi vatns og magnaðir eiginleikar þess gera það að tákni sem er notað víðar, bæði í draumráðningum innan djúpsálfræði og einnig hjá kínverskum fornspekingum til að lýsa innra ástandi „hugar-hjarta“. Jung ber saman austræna og vestræna menningu til að reyna að skilja virkni dulvitundar og orsakir hugsýki. Í þessari ritgerð er leitast við að íhuga hvernig vatn er skilið í ofangreindum hefðum og hvers konar merkingu það hefur innan þeirra.

Samþykkt: 
  • 7.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hugur-hjarta.loka.pdf524.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing123.pdf284.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF