Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29547
Á Íslandi hefur verið skortur á áreiðanlegum mælitækjum sem stöðluð eru að íslensku þýði og meta málþroska barna. Flest þeirra prófa sem talmeinafræðingar notast við hérlendis í dag eru erlend próf sem hafa verið þýdd eða þýdd og staðfærð/stöðluð og sum hver styðjast við erlend viðmið í úrvinnslu.
Málþroskaprófið Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) hefur verið í þróun undanfarin ár og er ætlað að finna börn sem sýna slakari málfærni heldur en jafnaldrar þeirra og þurfa á málörvun og/eða beinni íhlutun að halda. MELB er ætlað börnum á aldrinum 4-6 ára en ekki er til neitt íslenskt málþroskapróf sem nær yfir það aldursbil, eingöngu þýdd og staðfærð próf eins og TOLD-2P. Þegar ráðist er í það verkefni að semja próf frá grunni er mikilvægt að forprófa prófatriði áður en stöðlun prófsins fer fram. Markmið þessarar rannsóknar var seinni forprófun MELB en hin fyrri átti sér stað fyrir fáeinum árum.
Þessi forprófun náði til allra prófþátta MELB sem eru: Orðskilningur, Hugtakaskilningur, Nefning, Botnun setninga I, Botnun setninga II, Endurtekning setninga, Túlkun setninga, Endurtekning orðleysa, Hljóðkerfisvitund og Framburður fjölatkvæða orða. Prófið var lagt fyrir 61 leikskólabarn í Reykjavík á aldrinum 4;0-5;11 ára. Þátttakendum var skipt upp í þrjú aldursbil; 4;0-4;3 ára, 4;10-5;1 árs og 5;8-5;11 ára. Þátttökuskilyrði voru að börnin væru eintyngd, með eðlilega heyrn og án greindra þroskafrávika.
Reiknuð voru út meðaltöl allra prófþátta sem og meðaltöl allra prófatriða innan hvers prófþáttar ásamt því sem meðaltalsmunur á milli aldurshópa var reiknaður. Einnig voru meðaltöl skoðuð eftir aldri og kyni þátttakenda. Áreiðanleiki var reiknaður, bæði áreiðanleiki hvers prófþáttar sem og hver heildaráreiðanleiki prófþáttar yrði ef atriði væri sleppt. Auk þessa var fylgni milli prófþáttanna tíu reiknuð.
Helstu niðurstöður voru þær að geta barnanna jókst eftir aldri á öllum prófþáttum, þ.e. eftir því sem þau voru eldri, því fleiri prófatriðum gátu þau svarað rétt. Þetta átti hins vegar ekki við um öll stök prófatriði innan prófþáttanna. Ekki kom fram marktækur munur á getu eftir kyni.
Niðurstöður gáfu til kynna hvaða atriði komu ekki nógu vel út, þ.e. höfðu neikvæða- og/eða of lága fylgni við prófþátt, voru of létt eða þung, ekki með nógu háan áreiðanleika eða ekki nógu aldursgreinandi. Að lokum var komið með tillögur að því hvaða prófatriðum mætti sleppa út frá próffræðilegum niðurstöðum rannsóknarinnar og geta niðurstöðurnar því þannig nýst við áframhaldandi þróun prófsins en sennilega verða frekari forprófanir að fara fram áður en stöðlun getur hafist.
In Iceland, there has been a lack of assessment tools that are standardized to the Icelandic population to assess language development of young children. Most tests available to Icelandic speech and language therapists (SLT) are those that have been translated and adapted from English, some of which have other norms than Icelandic.
A new Icelandic assessment tool, Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) has been in development for a few years. The aim of the test is to identify children at the age of 4-6 years who are lagging behind their peers in language development. MELB will test both language comprehension and expression. Until now, SLTs only have had the Icelandic version of TOLD-2P (Test of Language Development) available for a similar age. However, TOLD-2P was translated and adapted from English and normalized to a group of Icelandic children in the years of 1988-1995, hence, a more recent test is needed.
As a preparation for standardization to take place the purpose of this study was to conduct a second pilot study. Further, the main purpose of this study was to determine whether the test items in MELB were reliable for evaluating language development of four to six-year-old children.
This pilot study covers all components of MELB: Word comprehension, Concept comprehension, Naming, Sentence completion I and Sentence completion II, Sentence repetition, Sentence comprehension, Non-word repetition, Phonological awareness and Phonology of multisyllabic words. The participants, 61 preschool children aged 4;0-5;11 were tested in Reykjavik. They were divided into three age groups; 4;0-4;3, 4;10-5;1 and 5;8-5;11. The criteria used for participation were that the children were monolingual, had normal hearing and had not been diagnosed with any developmental disorders.
Mean scores of all test components were calculated, as well as the means scores between every test items within each test component. Mean scores for age and gender of participants were also obtained. Reliability for each test component was examined as well as overall reliability of the test component, when specific items were excluded. Correlation of all of the ten components were also calculated.
The main results showed that the children’s ability increased with increased age in all test components, that is, higher scores were obtained with increased age. However, this was not the case for all of individual test items. No significant differences between genders were found. The results also indicated which test items had negative- and/or low correlation, which ones were estimated too easy or too difficult, did not have sufficient reliability and did not distinguish between age groups. These results can be used to decide which test items can be included in the test as it is recommended that another pilot is to be conducted before standardization can take place.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hildur Rut Sigurbjartsdóttir.pdf | 836.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.jpg | 15.02 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |