is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29548

Titill: 
 • Mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni í hópslysaviðbrögðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hópslys hafa áhrif á fjölda fólks víðsvegar um heiminn. Margar milljónir manna láta lífið eða örkumlast í slíkum slysum og hamförum ár hvert. Við slíkar aðstæður eykst álag á hjúkrunarfræðinga, sem skipa fjölmennasta hóp viðbragðsaðila heilbrigðiskerfisins.
  Markmið viðbragða við hópslysum er að bjarga sem flestum en vegna umfangs er þörf á sérhæfðum viðbrögðum sem krefjast öðruvísi starfshátta en tíðkast við dagleg störf heilbrigðisstarfsmanna. Forgangsflokkun tekur á sig nýja mynd og hjúkrunarfræðingar þurfa undirbúning og þjálfun til að bregðast við þeim breyttu aðstæðum og vinnubrögðum sem hópslys krefjast.
  Hjúkrunarfræðingar sinna ýmsum hlutverkum þegar hópslys eiga sér stað, eitt þeirra er að tilheyra greiningarsveit þar sem þeir forgangsflokka og meðhöndla sjúklinga á söfnunarsvæði slasaðra. Hjúkrunarfræðingar sjúkrahúsa þurfa einnig að aðlaga störf sín að breyttum aðstæðum þegar hópslys valda auknu flæði slasaðra sjúklinga.
  Samkvæmt erlendum heimildum meta hjúkrunarfræðingar sig ekki nægilega hæfa til að takast á við þau verkefni sem hópslysaviðbrögð krefjast. Þeir virðast ekki fá næga fræðslu, þjálfun og undirbúning til að bregðast við á viðunandi hátt. Heimildir um hópslys sýna einnig að þjálfun viðbragðsaðila skiptir sköpum varðandi lifun og afdrif fórnarlamba hópslysa. Í ýmsum viðbragðsáætlunum á Íslandi er gert ráð fyrir þjálfun viðbragðsaðila hópslysa og nefnd á vegum ríkisins hefur ályktað um þörfina fyrir þjálfun hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks í viðbrögðum við slysum, þar á meðal hópslysum. Ekki hefur verið kannað hvort þeim áætlunum sé framfylgt og hvort hjúkrunarfræðingar á Íslandi fái þjálfun fyrir slíkar aðstæður, hvernig sú þjálfun fer fram, hversu oft eða í hverju hún felst. Þá hafa íslenskar rannsóknir á þessu málefni ekki snúið sérstaklega að hjúkrunarfræðingum, þekkingu þeirra eða hæfni. Markmið þessa verkefnis er að leggja grunn að lýsandi þversniðsrannsókn á mati hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni í hópslysaviðbrögðum, þekkingu þeirra, þjálfun og færni. Fyrirhugað er að bjóða öllum hjúkrunarfræðingum sem tilheyra greiningarsveitum á Íslandi þátttöku í rannsókninni. Áætlað er að fjöldi þeirra sé á milli 180-200. Lagður verður fyrir skriflegur fjölvalsspurningalisti á íslensku sem byggir á matstækinu Emergency Preparedness Information Questionnaire (EPIQ). Gögn verða greind með lýsandi tölfræði og rannsóknarspurningum svarað með tíðnidreif, meðaltölum og fylgniprófum.

Samþykkt: 
 • 12.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistararitgerðGÖT2018.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
GÖT2018.pdf66.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF