en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2955

Title: 
  • Title is in Icelandic Greining erfðamengja í fjöllitna meltegundum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Meltegundir er samheiti yfir tegundir sem tilheyra ættkvísl Leymus Hochstetter en til hennar teljast um 30 fjöllitna og fjölærar tegundir. Einkennistegund ættkvíslarinnar er melgresi, [L. arenarius (L.) Hochst.] og er hún áttlitna (2n=8x=56) tegund. Flokkunarfræðilega tilheyra meltegundir undirætt hveitis, grasaætt, ættbálki grasa og hópi einkímblöðunga. Meltegundir hafa talsvert verið rannsakaðar sem möguleg erfðaauðlind við kynbætur í hveiti og hafa mikilvægir eiginleikar melgresis, til dæmis þol gagnvart þurrki, söltum jarðvegi og sveppasjúkdómum, verið í brennidepli. Með sameinda- og frumuerfðafræðilegum aðferðum hefur verið sýnt fram á að meltegundir innihalda aðeins grunn Ns erfðamengi og að þær séu hálfvíxlfjöllitna með dæmigerða Ns1Ns2 erfðamengja samsetningu í ferlitna tegundum. Lítið er vitað um uppruna mismunandi Ns erfðamengja og skyldleika meðal Ns tegunda. Markmið þessarar rannsóknar var að skilgreina breytileika innan Ns erfðamengis og nota þann breytileika til að rekja uppruna þess. Nýlega einagruð fjölskylda af samfellt endurteknum satellite-röðum, nefnd Lt1, var skilgreind í þessari rannsókn. Hún hafði verið einangruð úr C0t-1 erfðaefni L. triticoides sem er norður amerísk meltegund Uppbygging Lt1 fjölskyldunnar innan L. triticoides og útbreiðsla hennar meðal Ns tegunda var könnuð með Southern þáttatengingu og staðsetning hennar á litningum kortlögð með flúrljómandi þreifurum. Í ljós kom að Lt1 fjölskyldan einkennist af samfellt endurteknum 380-bp SacI-einingum. Jafnframt var undirhópur innan Lt1 skilgreindur sem einkennist af metýleruðum 120-bp MspI einingum. Lt1 fjölskyldan finnst einungis í norður amerískum meltegundum og er hún ávallt staðsett í AT ríkjandi þéttlitnis böndum nærri endum flestra litninga sem er einkennandi fyrir þessar tegundir. Í þessari rannsókn var í fyrsta skipti sýnt fram á breytileika í metýleringu staðbundinna satellite-raða innan þéttlitnissvæða við litningaenda en þau svæði eru mjög mikilvæg fyrir uppbyggingu litninga. Lt1 er fyrsta tegundasérhæfða satellite-fjölskyldan sem aðskilur amerískar meltegundir frá evrópskum og asískum meltegundum. Ljóst er að aukin þekking á erfðafræði villtra grastegunda eykur notkunarmöguleika á erfðaauðlindum fyrir kynbætur kornjurta og þar af leiðandi öflugri landbúnaði og getur stuðlað að aukinni fæðuframleiðslu í veröld þar sem hluti jarðarbúa sveltur.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Rannís, Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
Accepted: 
  • Jun 3, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2955


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Saemundur_Sveinsson_Msc_2009_fixed.pdf7.9 MBOpenHeildartextiPDFView/Open