is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2956

Titill: 
  • Sjálfsskaðandi hegðun ungmenna: Áhrif á umönnunaraðila
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfsskaðandi hegðun ungmenna er vaxandi vandamál víðsvegar um heiminn, sérstaklega hjá ungum stúlkum, og er töluvert áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfi. Sjálfsskaði er flókið fyrirbæri og rannsóknir ganga út frá mismunandi skilgreiningum á sjálfsskaðandi hegðun.
    Verkefni þetta er fræðileg samantekt og viðhorfskönnun með opnum viðtölum þar sem leitað var svara við þeim rannsóknarspurningum hvaða áhrif sjálfsskaði ungmenna hefur á umönnunaraðila, það er að segja foreldra og heilbrigðisstarfsmenn og hvaða bjargráð þeir nota. Tekin voru viðtöl við átta heilbrigðisstarfsmenn sem allir hafa komið að umönnun sjálfsskaðandi ungmenna á einhvern hátt. Lítið hefur verið rannsakað erlendis hvaða áhrif sjálfsskaðandi hegðun ungmenna hefur á umönnunaraðila og hvaða bjargráð þeir nota en engar íslenskar rannsóknir eru til um þetta efni.
    Hegðunin hefur djúpstæð áhrif á foreldra, fjölskyldulífið auk þess sem hegðunin getur haft mikil áhrif á heilbrigðisstarfsmenn. Tilfinningar á borð við vanmátt, hjálparleysi, reiði, sektarkennd, skömm, ergelsi og óvissu geta komið fram hjá umönnunaraðilum auk erfiðleika við að skilja hegðunina. Mikilvægustu bjargráð foreldra og heilbrigðisstarfsmanna eru fræðsla og stuðningur, en foreldrar ungmenna sem skaða sig vilja fá betri fræðslu um hegðunina án þess að þurfa að leita á náðir heilbrigðiskerfisins. Með opinni umræðu og aðgengilegum upplýsingum geta foreldrar leitað eftir viðeigandi stuðningi án þess að finna fyrir skömm eða smán.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERDIN_fixed.pdf1.16 MBLokaðurHeildartextiPDF