is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2957

Titill: 
  • Þróun fjárlaga á árunum 1998-2006, orsakir og afleiðingar
Titill: 
  • Development of Iceland’s Fiscal Budget 1998-2006, Motivation and Impact
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn sem höfundur hennar gerði á þróun fjárlaga íslenska ríkisins. Rannsóknin var megindleg. Rannsóknarandlagið var fjárlögin sjálf ásamt frumvörpum þeirra og þingskjölum sem urðu til á Alþingi vegna breytinga á frumvörpunum. Rannsakað var tímabilið frá 1998 til 2006. Rannsóknartímabilið var valið m.t.t. þess að frá og með upphafsárinu var uppgjörsaðferð ríkissjóðs breytt frá greiðslugrunni til rekstrargrunns. Fenginn var aðgangur að fjárlagakerfi ríkisins og myndaður gagnagrunnur með upplýsingum um fjárveitingar til allra ráðuneyta, fjárlagaliða og viðfangsefna samkvæmt fjárlagafrumvarpi allra áranna ásamt upplýsingum um allar breytingar sem urðu á frumvörpunum í meðförum Alþingis. Þá var jafnframt fenginn aðgangur að upplýsingum um áform um s.k. flatan niðurskurð rekstrarliða og um uppruna tillagna sem fjárlaganefnd gerði til breytinga á fjárlagafrumvarpinu vegna greiningar á raunverulegum afskiptum Alþingis af frumvarpinu. Talnaupplýsingar voru leiðréttar með magn- og verðvísitölu vegna verðbólgu og vegna stækkunar hagkerfisins á rannsóknartímabilinu. Gerðar voru nauðsynlegar greiningar á gagnagrunninum ásamt samkeyrslu hans við önnur gögn til að fá svör við þeim spurningum sem rannsóknin gekk út á. Eftir að nauðsynlegar breytingar höfðu verið gerðar á gagnagrunni rannsóknarinnar reyndist hann innihalda alls 11.432 línur og 38 dálka. Samtals voru þá í honum 434.416 færslur. Rannsóknin reyndist mun umfangsmeiri en ætlað var í upphafi, rannsóknarandlagið erfiðaða viðfangs og nauðsynlegar upplýsingar til samkeyrslu við gagnagrunninn torfengnari og brotakenndari. Þrátt fyrir erfiðleika tókst þó að leiða rannsóknina til lykta og niðurstaða fékkst þótt ekki tækist að svara öllum rannsóknarspurningum sem lagt var upp með. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að sýna má fram á mismunandi þróun fjárveitinga til fjárlagaliða eftir því hvort um er að ræða ríkisstofnanir / launagreiðsluliði eða annars konar liði. Þeir fyrrnefndu hækka en hinir lækka. Þetta gæti bent til hámörkunarhegðunar forstöðumanna. Þá kom jafnframt í ljós að afskipti löggjafarvaldsins af fjárlagagerðinni eru lítil og hafa engin mælanleg áhrif á þróun hennar, og að ekki eru líkur á að s.k. flatur niðurskurður rekstrarliða hafi áhrif á framleiðslumagn opinberrar þjónustu.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_ritgerd_Oddur_Einarsson_fixed.pdf600.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna