is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2958

Titill: 
  • „Maður er þarna en samt á hliðarlínunni“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um stöðu og reynslu forsjárlausra foreldra á
    Íslandi. Hún skiptist í 12 kafla. Í fyrsta lagi er fjallað um fjölskyldur
    og kenningarlegar umræður um hana. Verður þannig gerð grein fyrir
    fjölskyldunni sem hugtaki, fræðilegum hugmyndum um fjölskylduna auk
    fjölskyldustefnu. Í annan stað verður vikið að þróun feðrahlutverksins á
    Íslandi á 20. öld og í þriðja kafla að þróun forsjár hér á landi. Í fjórða
    kafla verður rætt um hliðstæðar rannsóknir og fimmti kafli gerir grein
    fyrir aðferð, markmiðum og framkvæmd rannsóknar þ.m.t.
    rannsóknarpsurningu. Sjötti kafli birtir helstu niðurstöður rannsóknar
    þ.e.a.s. sameiginlega reynslu þátttakenda og hvað einkennir hana. Er þar
    aðallega um að ræða hindranir á umgengni við börn og tvenns konar
    hindranir í kerfinu. Kaflar 7-10 fjalla um önnur einstök atriði
    rannsóknarspurningar s.s. raunverulega þátttöku viðmælenda í lífi barna,
    samskipti þeirra við forsjárforeldrið, upplifun, viðhorf og
    framtíðarhugmyndir. Í 11. kafla verður síðan fjallað um hugtakið Parental
    Alienation Syndrome (P.A.S.). Að síðustu verður svo samantekt um
    niðurstöður rannsóknar og umræður.
    Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru að sameiginleg reynsla
    forsjárlausra foreldra einkennist af hindrunum með ýmsum hætti. Í fyrsta
    lagi er um að ræða umgengnishindranir þar sem forsjárforeldrið hindrar eða
    jafnvel tálmar umgengni um lengri eða skemmri tíma. Í öðru lagi er um að
    ræða hindranir í kerfinu en með kerfinu er átt við þær stofnanir sem
    viðkomandi hefur átt í samskiptum við vegna barna sinna ásamt
    lagaumhverfinu. Er þar aðallega um að ræða hindranir í að fá forsjá svo og
    úrræðaleysi vegna umgengnisbrota. Flestir þátttakendur hafa tapað
    forsjármálum og sumir oftar en einu sinni. Þá hafa þeir ekki haft erindi
    sem erfiði þegar þeir hafa leitað eftir úrlausnum í kerfinu. Kerfið veitir
    auk þess takmarkaðan rétt til upplýsinga. Raunveruleg þáttaka í lífi barna
    er takmörkuð, samskipti við forsjárforeldrið eru stirð og þeir upplifa sig
    til hliðar. Kerfið fær algjöra falleinkunn og þeir vilja sjá tafarlausar
    breytingar þar á. Við skilnað eða sambúðarslit verður röskun á þátttöku
    þeirra í lífi barnanna. Staða þeirra er því sú að vera á hliðarlínunni
    þegar kemur að hlutverki þeirra sem foreldrar.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2958


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsjarlausir_fixed.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna