Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2959
Kostnaðarbókhald er tæki sem veita stjórnendum fyrirtækja upplýsingar um kostnað á framleiddum vörum og/eða veittri þjónustu. Í ritgerðinni var farið yfir hver helstu hugtök kostnaðarbókhalds eru, svo sem breytilegur og fastur kostnaður, og beinn og óbeinn kostnaður. Einnig var farið yfir hverjar kenningar kostnaðarbókhalds eru, s.s. verkkostunarkerfi og verkgrundað kostnaðarbókhald. Verkkostunarkerfi er skipulögð aðferð til að tengja kostnað við kostnaðarhlut. Verkgrundað kostnaðarbókhald er aðferð til að bæta hefðbundið kostnaðarkerfi með því að skilgreina betur aðgerðir sem kostnaðarbera. Það reiknar út kostnað af ýmsum aðgerðum og útdeilir kostnaðinum til kostnaðarbera.
EVE Online er fjölnotendanetspunaleikur hannaður af íslenska fyrirtækinu CCP hf. EVE Online er mjög stór og viðamikill geimhermir þar sem spilarar berjast um völd og auðæfi. Leikurinn býr yfir mjög flóknu framleiðslukerfi. Markmið ritgerðarinnar var að rannsaka hvort framleiðslukerfið sé nógu raunverulegt til að gagnast sem hermir fyrir kostnaðarbókhalds æfingar. Það var gert með því að framleiða hluti í leiknum og sjá hvernig gengi að nota verkgrundað kostnaðarbókhald við kostnaðarútreikninga. Einnig verður fylgst með hvort helstu hugtök kostnaðarbókhalds kæmu í ljós við framleiðsluna.
Niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að notkun verkgrundaðar kostnaðarbókhalds við kostnaðarútreikninga í framleiðslukerfi EVE Online hafi gegnið vonum framar. Helstu hugtök kostnaðarbókhalds komu einnig fram í framleiðslukerfinu. Það þýðir að hægt sé að nota framleiðslukerfi EVE Online sem framleiðsluhermir fyrir kostnaðarbókhalds æfingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kostnaðarbókhald og EVE Online-heild.pdf | 740.56 kB | Lokaður | Heildarskjal ritgerðar |