is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29592

Titill: 
 • Innleiðing skortsölureglugerðar Evrópusambandsins : Valdheimildir eftirlitsaðila og áhrif á fjármálamarkaði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er reglugerð Evrópusambandsins nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga. Reglugerðin var svar Evrópusambandsins við því ósamræmi sem hafði verið á aðgerðum ríkja innan sambandsins varðandi skortsölu og skuldatryggingar. Með skortsölureglugerðinni var kynntur til sögunnar sameiginlegur reglurammi um kröfur og valdheimildir varðandi skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga sem hafði það meginmarkmið að tryggja aukið samstarf og samræmingu milli aðildarríkjanna þegar grípa þyrfti til ráðstafana vegna sérstakra aðstæðna.
  Markmið ritgerðarinnar er þríþætt: Í fyrsta lagi að veita heildarsýn yfir kröfur reglugerðarinnar til markaðsaðila á fjármálamörkuðum og valdheimildir eftirlitsaðila, í öðru lagi að fjalla um hvernig staðið var að innleiðingu reglugerðarinnar hérlendis og í þriðja lagi að gera grein fyrir þeim áhrifum sem reglugerðin hefur á fjármálamarkaði.
  Fyrst er fjallað um hvað felst í skortsölu fjármálagerninga og gerð grein fyrir helstu kostum og göllum skortsölu. Í öðrum kafla er farið stuttlega yfir þær ráðstafanir sem höfðu verið gerðar vegna skortsölu fyrir fjármálakreppuna árið 2008 og sem gerðar voru til að bregðast við kreppunni. Í þriðja kafla er fjallað um skuldatryggingar með áherslu á skuldatryggingar á ríki og hvaða ástæður liggja að baki notkun þeirra. Í fjórða kafla er vikið að stofnun evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) og valdheimildum stofnunarinnar. Í fimmta kafla er fjallað ítarlega um skortsölureglugerðina og tildrög hennar. Farið er yfir kröfur reglugerðarinnar um tilkynningar á skortstöðum og hvernig möguleikar til skortsölu eru takmarkaðir. Þar á eftir gerð grein fyrir valdheimildum lögbærra yfirvalda í aðildarríkjunum og ESMA. Í sjötta kafla er farið yfir ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og innleiðingu skortsölureglugerðarinnar í íslenskan rétt. Að endingu er leitast við að gera grein fyrir áhrifum skortsölureglugerðarinnar á fjármálamarkaði og dregin sú ályktun að nú þegar skýr reglurammi um skortsölu hefur verið mótaður hér á landi sé kominn grundvöllur fyrir því að rýmka heimildir lífeyrissjóða til verðbréfalána.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject matter of this thesis is the regulation of the European Union No 236/2012 on short selling and certain aspects of credit default swaps. The regulation was the response of the European Union to the nonconformity of intra-Union actions in the field of short selling and credit default swaps. The short selling regulation introduced a common regulatory framework with regard to the requirements and powers relating to short selling and credit default swaps, the main objective of which was to ensure greater coordination and consistency between Member States where measures have to be taken in exceptional circumstances.
  The aim of this thesis is threefold: First, to provide a comprehensive overview of the requirements of the short selling regulation to market participants in the financial markets and the powers granted to regulators by the regulation. Secondly, to explain how the implementation of the regulation took place in Iceland. Thirdly, to outline the impact of the short selling regulation on financial markets.
  Short selling of financial instruments and its main benefits and defects are discussed first. Brief overview is provided in the second chapter on the measures adopted against short selling before the financial crisis in 2008 and measures taken in response to the crisis. Credit default swaps with emphasis on sovereign credit default swaps and the reasons for their use are discussed in the third chapter. The creation of the European Securities and Markets Authority (ESMA) and in particular the powers granted to the authority is discussed in the fourth chapter. The short selling regulation and its background are discussed in the fifth chapter. The requirements of the regulation on notifications of short positions and restrictions on short selling are outlined. Thereafter, the powers of competent authorities in the Member States and ESMA are explained. The decision of the EEA Joint Committee and the implementation of the short selling regulation into Icelandic law are discussed in the sixth chapter. Finally, the impact of the short selling regulation on financial markets is outlined and concluded that now that a clear regulatory framework for short selling has been established in Iceland, there is a basis for expanding the opportunities of pension funds to lend securities.

Samþykkt: 
 • 15.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð Andri Snær.pdf820.05 kBLokaður til...01.12.2030HeildartextiPDF
Andri_beiðni.pdf914.18 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna