is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29593

Titill: 
  • Skilvirkt samkeppniseftirlit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður leitast eftir því að varpa ljósi á það hvaða þýðingu skilvirkni hefur í samkeppniseftirliti. Kannað verður hvort að skilvirkni sé fyrir hendi við framkvæmd íslenskra samkeppnislaga og hvað mætti gera til að auka skilvirkni í samkeppniseftirliti. Til að byrja með verður innihald skilvirkni við samkeppniseftirlit kannað, það verður gert með því að skoða umræður bæði hérlendis og erlendis. Sérstaklega verður litið til þeirra sjónarmiða og skoðana sem aðilar atvinnulífsins hafa komið á framfæri. Einnig verður lagaumhverfi samkeppnisréttar skoðað og þá sérstaklega bannreglur samkeppnislaga. Því næst verður fjallað um stofnanauppbyggingu við samkeppniseftirlit þar sem starfsemi Samkeppniseftirlitsins verður skoðuð. Einnig verður litið til sameininga stofnana, formlegs og óformlegs eftirlits ásamt valdheimildum Samkeppniseftirlitsins. Því næst verður fjallað um forgangsröðun samkeppnismála þar sem m.a. verður litið til viðmiða ESB og mikilvægi þess að eftirlit forgangsraði málum sínum. Einnig verður gerð úttekt á málshraða, annars vegar við veitingu einstaklingsbundinna undanþága og hins vegar í samrunamálum. Að lokum verður fjallað um þau raunhæfu úrræði sem hægt væri að beita til að auka skilvirkni í samkeppniseftirliti og var niðurstaðan m.a. sú að hægt væri að hækka veltumörk, koma á sjálfsmati fyrirtækja við veitingu einstaklingsbundinna undanþága, setja lögbundin tímamörk á önnur samkeppnismál en samrunamál, koma á forgangsröðun við framkvæmd samkeppnismála, virkja betur óformlegar heimildir Samkeppniseftirlitsins ásamt sameiningu Samkeppniseftirlitsins við aðrar stofnanir.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay seeks to highlight the significance of the effectiveness of competition supervision. Efforts will be made to determine whether there is efficiency in the application of the Icelandic Competition Act and what can be done to increase the effectiveness of competition law. Initially, the content of effectiveness in competition monitoring will be explored by reviewing discussions abraod and in Iceland, with particular reference to the views expressed by the business sector. In addition, the legal environment of competition law will be examined and the prohobition rules of the Competition Act wil be specifically considered. Next, consideration will be given to institutional develpment in the field of competition supervision, which will inspect the activities of the Competition Authority, as well as considering the integration of institutions, formal and non-formal supervision with the power given to the Competition Authority. Next, we will be focusing on the prioritization of competition cases since, inter alia, the criteria of the EU and the importance of monitoring priorities will be considered. An assessment will also be made on the granting of individual exemptions and in merger cases. Finally, we will discuss some realistic resources that could be used to increase the effectiveness of competition supervision. The results, among other are following: it is reccomended that the company’s self assessment of individual exemptions could be implemented, to set a mandatory deadline for other competition cases that mergers, enhancing non-formal supervision of the Competition Authority as well as the merger of the Competition Authority with other agencies.

Samþykkt: 
  • 15.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINTAK - Eyrún 11.12.pdf684.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna