is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29596

Titill: 
  • Aðgangur að dómstólum í mannréttindamálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ríkisvaldið er þrískipt samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar og ber hverjum valdhafa að halda sig innan þeirra valdmarka sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Löggjafarvaldið setur lögin, framkvæmdarvaldið framkvæmir lögin og dómstólar dæma samkvæmt lögum. Í ritgerð þessari er leitast við að svara þeirri spurningu hvort valdmörk dómstóla standi í vegi fyrir því að jákvæð mannréttindi séu virt með því að takmarka aðgang að dómstólum. Af stjórnskipulegu hlutverki dómstóla leiðir að þeir hafa eftirlit með öðrum ríkisvaldshöfum með því að skera úr ágreiningi á milli þeirra og borgara og er aðgangur einstaklinga að dómstólum sérstaklega verndaður í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Vafi getur hins vegar skapast um valdbærni dómstóla þegar kröfugerð varðar jákvæð mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar líkt og 76. gr. sem krefst sérstakra athafna ríkisvaldsins. Er efnisleg niðurstaða talin geta falið í sér fyrirmæli til annarra ríkisvaldshafa sem ættu að vera undir einkaákvörðunarvaldi þeirra komin. Gerð er grein fyrir sjónarmiðum sem hafa helst áhrif á valdheimildir dómstóla og dómaframkvæmd seinustu áratugi þar sem inntak 76. gr. stjórnarskrár kemur til skoðunar. Færð eru rök fyrir því að með nýlegri dómaframkvæmd hafi aðgangur að dómstólum verið nokkuð takmarkaður þegar kemur að jákvæðum mannréttindaákvæðum. Af því leiðir að þeir sem eru í viðkvæmri stöðu í þjóðfélaginu og þarfnast nauðsynlega opinberrar aðstoðar til að njóta sjálfsagðra réttinda geta ekki leitað úrlausnar um möguleg réttindi sín fyrir dómstólum. Þrátt fyrir stjórnskipuleg rök sem standa að baki valdmörkum dómstóla er niðurstaðan að öllu virtu sú að afleiðingar þeirra séu ekki réttlætanlegar. Virðist dómstólum unnt að rýmka valdheimildir sínar með túlkun á stjórnarskránni í samræmi við samfélagslegar kröfur án þess að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni sjálfri þó slík breyting væri æskilegri. Með varfærnislegri túlkun að því leyti standa dómstólar undir þeim kröfum sem gera má til þeirra og stuðla að virkri vernd mannréttinda án þess að fara út fyrir stjórnskipulegar heimildir sínar.

  • Útdráttur er á ensku

    The state authority is divided according to Article 2 of the Constitution and each of these authorities must abide limits set forth in the Constitution. The legislature creates and imposes the law, the executive authority performs the law and courts judge by law. This thesis seeks to answer the question whether limits to judicial powers of courts prevent compliance with positive human rights by restricting access to the courts. The constitutional role of courts means that they assess the validity of actions taken by other state authorities by resolving disagreements between them and citizens which have individual access to courts specifically protected in paragraph 1 of Article 70 of the Constitution. However, doubt can arise about the courts jurisdiction when claims arise from positive human rights provisions, like Article 76 of the Constitution, which requires special measures to be taken. If courts can reach a conclusion it may imply instructions for other authorities who are the only ones considered competent to make those decisions. Issues that have effect on judicial authority are discussed and judicial decisions made in the last decades that concern the content of Article 76 of the Constitution. It is argued that with recent case law, courts don’t apply their auditing role fully which can result in restriction of access to courts when a case concerns positive human rights provisions. Consequently, those in societies most vulnerable positions that necessarily need state assistance to enjoy unquestioned rights, cannot seek resolution of the courts on the existence of their rights. Despite constitutional arguments underlying the jurisdictional restriction, the conclusion is that these consequences are not justifiable, and courts seem to be capable of extending their powers in accordance with social requirements with constututional interpretation. By doing so, courts can promote effective protection of human rights without compromising constitutional separation of powers.

Samþykkt: 
  • 15.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf997.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Beiðni um lokun_ Karen.pdf430.1 kBOpinnPDFSkoða/Opna