is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29598

Titill: 
 • Um ákæruskjöl í sakamálum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Um ákæru er fjallað í XXIV. kafla laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ákæruskjal í sakamáli þjónar svipuðum tilgangi og stefna í einkamáli og markar upphaf og umfang sakamáls sem sá formlegi grundvöllur sem málshöfðun er byggð á. Í 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð sakamála er lýst þeim efnisatriðum sem greina skal í ákæru. Verknaðarlýsing ákæru verður að vera svo greinargóð og skýr að ákærði geti áttað sig á þeim sökum sem á hann eru bornar með lestri ákærutextans og haldið uppi viðhlítandi vörnum í máli. Þar að auki verður ákæra að vera svo skýr að dómara sé kleift af henni einni að gera sér grein fyrir hvað ákærði er sakaður um og hvernig sú háttsemi telst refsiverð. Ákæra verður að leggja viðhlítandi grundvöll að saksókn svo að sakamál verði tekið til efnismeðferðar í samræmi við ákæru, en ekki má sakfella ákærða fyrir aðra hegðun en í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga um meðferð sakamála.
  Viðfangsefni þessarar ritgerðar sem ber heitið ,,Um ákæruskjöl í sakamálum“ er að skilgreina þær kröfur sem dómstólar gera til skýrleika og efnis ákæruskjala á grundvelli laga um meðferð sakamála og þau réttaráhrif sem annmarkar á ákæru kunna að hafa í för með sér. Í öðrum kafla er fjallað um þær meginreglur sakamálaréttarfars sem tengjast meðferð ákæruvalds og þá valkosti sem ákærandi stendur frammi fyrir þegar tekin er ákvörðun um framvindu sakamáls. Þriðji kafli fjallar um ákæru í sakamáli, þýðingu hennar almennt og fyrir dómsniðurstöðu, form og efni ákæru og réttaráhrif annmarka á ákæru og samspil meginreglna. Þá er farið stuttlega yfir meginregluna um réttláta málsmeðferð í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrárinnar og rýnt í hliðstæð ákvæði um ákæru í norrænum rétti til samanburðar við íslenskan rétt. Veigamesti hluti ritgerðarinnar er rannsókn á þeim dómum Hæstaréttar frá aldamótum er varða form og efni ákæru, hvaða skilyrði ákæra þarf að uppfylla til þess að geta talist fullnægjandi grundvöllur sakamáls og hvaða réttaráhrif það hefur geri hún það ekki.
  Vegna fjölbreytileika sakamála og ósambærilegra annmarka á ákæru er örðugt að draga almenna ályktun um þau efni eða greina algildar skýrleikakröfur til efnis ákæru, enda taka þær mið af atvikum máls hverju sinni. Af dómaframkvæmd má þó ráða að gundvallaratriði við mat á því hvort ákæra geti talist viðhlítandi grundvöllur sakamáls er hvort réttur ákærða til þess að verjast þeim sökum sem á hann eru bornar í ákæru hafi beðið hnekki vegna annmarka í málatilbúnaði ákæruvalds. Sé það niðurstaðan er málum almennt vísað frá héraðsdómi þótt það sé ekki einhlítt.

 • Útdráttur er á ensku

  The concept of indictment is discussed in XXIV. section of the Act on Criminal Procedure No. 88/2008. The indictment document in a criminal case serves a similar purpose as a subpoena in a private case, marking the origin and scope of criminal proceedings as the formal basis of the litigation. Paragraph 1, Article 152 in The Act on Criminal Procedure describes the topics to be specified in the indictment. The declaration of intent of the indictment must be so detailed and clear that the accused can understand the reasons for it based only on the reading of the indictment itself and be able to uphold an appropriate defence. In addition, the indictment must be so clear that it allows the judge to realize its accusations and how this conduct is considered criminal. The indictment must be presented with a satisfactory basis for prosecution so that criminal proceedings can be instituted in accordance with the indictment, but the accused may not be convicted of conduct other than the one stated in the indictment, cf. Paragraph 1, Article 180 in the Act on Criminal Procedure.
  The subject matter of this thesis, entitled "About the Indictment in Criminal Cases" is to define the requirements that the courts make for the clarity and content of the indictment in criminal cases based on the Criminal Procedure Act and the legal effects that deficiencies in the indictment content may have. Chapter 2 discusses the principles of criminal procedure law relating to the prosecution and the options that the prosecutor faces when deciding on the progress of criminal proceedings. Chapter 3 deals with the indictment in a criminal case, its importance in general and for the court outcome, the form and content of the document and the legal effect of deficiencies in the indictment and interaction of the aforementioned principles. This includes a brief overview of the right to a fair trial as presented in the European Convention on Human Rights and the Icelandic Constitution, and similar provisions on the indictment in Danish and Norwegian law in comparison with Icelandic law. The main part of the thesis is a study of Supreme Court rulings since the turn of the century regarding the form and subject matter of prosecution, what requirements indictments must meet in order to be considered a satisfactory basis for criminal proceedings and the legal effects of it not meeting those requirements.
  Due to the diversity of criminal cases and incomparable deficiencies of indictments, it is difficult to draw a general conclusion on those subjects or to analyse with clarity the requirements made of the prosecution, since each one must take into account the unique circumstances of each case. However, according to the Supreme Court implementation, one can surmise that a fundamental issue in the court's assessment of whether an indictment can be regarded as a satisfactory basis for criminal proceedings is whether the accused’s right to defend his case has been compromised because of deficiencies in the prosecution’s case preparation. If that is true, cases are generally dismissed from the district court, although that is not an absolute.

Samþykkt: 
 • 15.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um ákæruskjöl í sakamálum.pdf2.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna