en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2961

Title: 
 • is Félagsfærni í meðferð of feitra barna
Abstract: 
 • is

  Félagsfærni of feitra barna hefur ekki verið rannsökuð mikið en þær rannsóknir sem
  hafa verið gerðar sýna mismunandi niðurstöður. Hér var athuguð félagsfærni hjá of
  feitum börnum í fjölskyldumiðaðri meðferð sem stóð yfir í 18 vikur á vegum
  Heilsuskólans. Þátttakendur voru 84 of feit börn á aldrinum sjö til 13 ára. Meðalaldurinn
  var 10,6 ár og hlutfall kynja var, 38 stúlkur og 46 drengir. Í athuguninni var notaður
  listinn Social Skills Rating System (SSRS) sem mælir félagsfærni en skoðar einnig
  hegðunarvandamál og námsárangur.
  Rannsóknartilgátur voru þrjár. 1. Of feit börn eru með slaka félagsfærni. 2. Börn
  bæta félagsfærni sína í fjölskyldumiðaðri meðferð við offitu. 3. Fylgni er á milli
  félagsfærni og bæði námsárangurs og hegðunarvanda. Niðurstöður rannóknarinnar
  benda til þess að of feit börn búi að meðaltali ekki yfir slakri félagsfærni. Kennararnir
  töldu þó fleiri drengi en stúlkur vera með verri félagsfærni á meðan foreldrar og börn
  töldu fleiri stúlkur en drengi vera með slæma félagsfærni. Ekki kom fram marktækur
  munur á félagsfærni milli aldursflokkanna, sjö til tíu ára og 11-13 ára. Félagsfærni
  barnanna varð betri eftir meðferð við offitu. Í meðferðinni hafði líkamsþyngdarstuðullinn
  lækkað um 7,1%. Jákvæð fylgni kom fram milli félagsfærni og
  námsárangurs. Neikvæð fylgni var á milli félagsfærni og hegðunarvanda og einnig milli
  hegðunarvanda og námsárangurs.

Accepted: 
 • Jun 3, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2961


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hrönn Smáradóttir_fixed.pdf460.62 kBLockedHeildartextiPDF
Útdráttur_fixed.pdf52.19 kBOpenÚtdrátturPDFView/Open