Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29629
Bakgrunnur. Hjartarafsjá er notuð í vaxandi mæli við eftirlit og greiningu á ástandi sjúklinga og gegna hjúkrunarfræðingar lykilhlutverki í að túlka og nýta upplýsingar frá henni. Notkun hjartarafsjáa er víða í heilbrigðiskerfinu orðinn mikilvægur þáttur í góðri afkomu sjúklinga en ómarkviss notkun hennar og mikill fjöldi óþarfa viðvörunarbjallna getur ógnað öryggi sjúklinga.
Tilgangur og markmið. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig hjúkrunarfræðingar vinna með hjartarafsjá við vöktun sjúklinga og þau áhrif sem hjartarafsjá hefur á störf hjúkrunarfræðinga með það að markmiði að stuðla að markvissri notkun hennar og efla öryggi sjúklinga.
Aðferð. Eigindleg vettvangsrannsókn þar sem tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl og gerð vettvangsathugun á 35 rúma hjartadeild. Gagnasöfnun fór fram frá nóvember 2016 fram í maí 2017. Notast var við tilgangsúrtak og voru gögnin greind með kerfisbundinni þéttingu texta (e. systematic text condensation) samkvæmt aðferð Malterud.
Niðurstöður. Alls tóku átta hjúkrunarfræðingar þátt í rannsókninni, allt konur á aldrinum 27 til 49 ára. Fram komu fimm þemu. Sérhæfð færni lýsir þekkingu hjúkrunarfræðinga og faglegri færni í vinnu með hjartarafsjá. Þemað Hjálpartæki fjallar um hvernig hjúkrunarfræðingarnir nýttu hjartarafsjá, viðhorfi þeirra til hjartarafsjárnotkunar og mikilvægis hennar við eftirlit sjúklinga. Í Samvinnuverkefni er því lýst hvernig hjúkrunarfræðingar unnu saman og treystu hver á annan við eftirlit með gögnum frá hjartarafsjám. Falskt öryggi fjallar um ófullnægjandi hjartarafsjáreftirlit vegna starfsaðstæðna, vinnutilhögunar og dreifðar ábyrgðar hjúkrunarfræðinga deildarinnar. Að lokum lýsir Streituvaldandi álagi vegna óþarfa truflana og áreitis tengdu hjartarafsjárnotkun, bæði fyrir sjúklinga og hjúkrunarfræðinga.
Umræða og ályktanir. Hjúkrunarfræðingarnir töldu hjartarafsjáreftirlit mikilvægt til að geta fylgst með ástandi bráðveikra hjartasjúklinga og brugðist við lífsógnandi breytingum. Þeir notuðu hjartarafsjá á fjölbreyttan hátt og treystu hver á annan við það eftirlit. Þó var hjartarafsjáreftirlitið að hluta til ófullnægjandi og núverandi skipulag og starfsaðstæður drógu úr áreiðanleika þess. Eftirlitið var tímafrekt og krafðist mikillar einbeitingar hjúkrunarfræðinga og urðu óþarfa truflanir til þess að athyglinni var beint frá öðrum mikilvægum þáttum eins og beinni umönnun sjúklinga, lyfjatiltekt og skráningu hjúkrunarupplýsinga. Því er brýnt að endurskoða skipulag hjartarafsjáreftirlits til að tryggja öryggi sjúklinga.
Lykilorð. Vettvangsrannsókn, hjartarafsjá, eftirlit, viðvörunarbjöllur og hjúkrun hjartasjúklinga.
Background. Physiological monitors are increasingly used for patients’ surveillance and diagnosis, as well as for assessment and treatment purposes. Nurses have a vital role in the analysis and use of information obtained from such devices. Monitors are widely used in the healthcare system and are extremely important in maintaining patient‘s well-being, but their ineffective use coupled with the large frequency of unnecessary warning bells can be a threat to patient safety.
Aim. The aim of this study was to explore how nurses use monitors in surveilling patients and the effect monitors have on their work with the purpose of promoting more effective monitor use and ensuring patient safety and security.
Methodology. This is a qualitative study, using a ethnographic design with semi-structured interviews and a field observation at a 35 bed coronary care unit. Purposive sample was used and data was gathered from November 2016 to May 2017. Data was analysed using systematic text condensation according to Malterud.
Findings. Participants were eight registered nurses, all women, aged 27 to 49. Five themes emerged. Specialised skill described professional knowlede in using monitors. The theme Aiding device discussed how nurses utilise monitors, their attitude towards their use and how important they are when surveilling patients. Collaboration described how nurses trust and depend on each other during monitor surveillance. False security discussed how monitor surveillance is insufficient due to work conditions, work arrangements and scattered responsibility. Finally the theme Stressfullness discussed the strain monitors cause both patients and nurses.
Discussion and Conclusions. Monitors helped nurses when surveilling critically ill coronary patients and allowed them to respond to life-threatening changes. Monitors were used in a diverse manner and nurses relied on each other with their supervison. But current work arrangements diminish the reliability of monitor surveillance, causing it to be in some respects inadequate. The monitor surveillance made high demands on nurses’ time and concentration and their focus was directed from other important responsibilities such as direct patient care, drug preparation and nursing documentation. Therefore it is urgent to revise its structure in order to enhance patients’ safety.
Keywords: Qualitative Research, Monitoring, Physiologic, Arrhythmias, Cardiac, Cardiovascular Nursing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gerður -ritgerð í skemmuna.pdf | 1,89 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |