is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29630

Titill: 
  • Endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum stjórnvaldsákvörðunum : með áherslu á ákvarðanir varðandi ráðningar og starfslok opinberra starfsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á árum áður var meginreglan sú að dómstólar skyldu ekki hrófla við frjálsu mati stjórnvalda, og var endurskoðunarvald þeirra á stjórnvaldsákvörðun sem byggðar voru á frjálsu mati þeirra því afar takmörkuð nema til þess væri sérstök heimild í lögum. Liggur þó augum ljóst að sú er ekki staðreyndin í dag, en hefur réttarþróunin verið á þann veg að rýmka þessa valdheimild dómstóla til endurskoðunar, enda myndi það seint samrýmast 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar að takmarka rétt einstaklinga til að fá úrlausn um lögmæti slíkrar ákvörðunar borin undir dómstóla. Geta mörkin milli dómsvalds og stjórnsýslu oft verið óskýr, þar sem ákvarðanir stjórnvalda taka oft til einstakra tilvika og kveða á um rétt einstaklings og skyldur og getur reynst erfitt að greina á milli þeirra mála sem sæta dómsúrskurði og þeirra sem útkljá skuli með stjórnarathöfn. Í ritgerð þessari verður því í fyrsta lagi fjallað um handhafa og þrískiptingu ríkisvaldsins sem og almennt um endurskoðunarvald dómstóla. Því næst verður vikið að því hvað felst í hugtakinu matskennd stjórnvaldsákvörðun og það skoðað í sögulegu samhengi. Verður einnig fjallað um þær efnisreglur stjórnsýsluréttar sem til skoðunar koma í slíkum málum. Að lokum verður fjallað um endurskoðunarvald dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum um ráðningu og starfslok opinberra starfsmanna, og hversu langt Hæstiréttur gengur í endurskoðun sinni á slíkum ákvörðunum.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is to shed light on the judicial review of administrative decisions with emphasis on decisions regarding employment and termination of government employees. Judicial review is defined as the process by which courts examine the actions of one the three branches of the government, the executive branch. In the past few decades there has been a significant change in the extent of which the courts review these decisions. The first chapter is a short and general introduction to the thesis. In the second chapter I will explain the three branches of the government, the legislative branch, the executive branch and the judicial branch, the constitutional separation of powers and the basis of judicial review of administrative decisions. In chapter three the term administrative discretion will be defined, as well as how it has developed over the past decades and the abuse of power. In chapter four the preconditions of a lawful administrative decision will be described and in chapter five the author will set forth how the courts have reviewed cases regarding employment and termination of government employees. In the sixth chapter I will then analyse if the courts have any limitations on the judicial review of administrative decisions, and if so what the limitations consist of.

Samþykkt: 
  • 19.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-LOKA.pdf394.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna