is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29631

Titill: 
 • Reynsla og þekking stjórnenda framhaldsskóla á geðrækt í skólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Embætti landlæknis hefur komið á fót heildstæðu heilsueflingarverkefni sem nefnt er Heilsueflandi framhaldsskólar og er geðrækt einn þáttur þess. Meginmarkmiðið með því er að stuðla að enn betri geðheilsu nemenda og starfsfólks í framhaldsskólum en til þess að ná því eru skólar hvattir til að móta sér langtímastefnu um eflingu heilbrigðis og vellíðunar. Þar sem langflest íslensk ungmenni hefja framhaldsskólanám ætti að vera ljóst að skólinn er mikilvægur vettvangur fyrir geðrækt.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hver sé reynsla og þekking stjórnenda framhaldsskóla á geðrækt í skólum. Áherslan er þar á þá þætti sem helst skipta máli í geðrækt ungmenna og snúa að hlutverki skólastjórnenda í geðheilsueflingu.
  Eigindleg rannsóknaraðferð var valin með nálgun grundaðar kenningar. Samkvæmt þeim felur gagnagreining með aðferðum grundaðrar kenningar í sér að minnsta kosti tvö þrep, opna kóðun (e. initial coding) og markvissa kóðun (e. focused coding). Notast var við viðtöl við gagnasöfnun út frá hálfstöðluðum viðtalsramma. Alls voru tekin viðtöl við níu stjórnendur.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að allir skólastjórnendur sögðu að geðheilsa og vellíðan nemenda væri nauðsynleg til þess að skólinn nái því meginmarkmiði sínu að stuðla að alhliða þroska. Skólastjórnendur töldu jákvæðan skólabrag vera eitt mikilvægasta verkefni geðræktar. Þeir telja hins vegar að geðræn vandamál hafi aukist á síðari árum og hafi veruleg áhrif á suma nemendur. Ánægja með verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli var almenn en skólastjórnendur taka þó ýmsir fram að utan að komandi stuðningur hefði þar mátt vera meiri hvað varðar fjármögnun og mannafla. Allir skólarnir buðu upp á ýmis konar námskeið tengd geðrækt á geðræktarárinu og flestir flétta hana í áfangann um lífsleikni en samt í mismiklum mæli.
  Rannsakandi telur að með því að festa verkefnið Heilsuefland framhaldskóli enn frekar í sessi innan framhaldsskóla geti það stuðlað að betri geðheilsu nemenda og bættum námsárangri og undirbúið þá enn frekar undir þær áskoranir sem fylgja leik og starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The Directorate of Health in Iceland has started a coherent health promotion project called Health-promotion for upper secondary schools which includes a mental health promotion component. The main objective is to promote mental health for students and staff in upper secondary schools, but in order to achieve this, schools are encouraged to formulate a long-term policy on health and well-being. Since the vast majority of Icelandic youthattends upper secondary educational institutions, it should be clear that the school is an important forum for mental health promotion.
  The purpose of the research is to investigate the school principals experience and knowledge of mental health promotion in schools. The focus is on the most important aspects of young people's mental health and the role of school directors in mental health promotion.
  A qualitative research method is applied using a grounded theory approach where the data collection consists of interviews based on a semi-standardized interview frame. In total, nine directors were interviewed.
  The main conclusion of the research indicates that all school directors state that mental health and well-being of students are essential for the school to achieve its main goal of working for their maturity in all areas. The school directors consider positive school culture as one of the most important tasks of mental health promotion. Nevertheless, they believe that psychiatric problems have been increasing in recent years in their schools and are having a significant impact on some students. The school directors are generally pleased with the Health-promotion for upper secondary schools project, but some of them state that they still need much more support from the outside, particularly in terms of funding and manpower. All schools offer different types of mental health courses during the mental health year and most of them combine it with a course of life skills, but to a varying degree.
  The researcher believes that if this project Health-promotion for upper secondary schools becomes a regular part of the upper secondary school system, it will help achieving better mental health among the students and more successful studies and preparing them for the various challenges they will face in life.

Samþykkt: 
 • 19.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynsla og þekking stjórnenda framhaldsskóla á geðrækt í skólum.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna