is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29634

Titill: 
 • Móttaka erlendra nemenda og samstarf við foreldra þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem fjallað er um í ritgerð þessari var að kanna hvernig móttöku erlendra nemenda í umsjónarbekki er háttað og samstarfi umsjónarkennara við foreldra nemendanna. Samstarf heimila og skóla og fjölmenning eru undirstöður ritgerðarinnar og er fjallað um þessa þætti í fræðilegum kafla ritgerðarinnar með það að markmiði að sýna fram á að gott samstarf milli skóla og foreldra séu mikilvæg til að stuðla að góðum árangri nemenda í námi hvort sem nemendur eru íslenskir eða erlendir. Grunnskólum landsins er gert að vinna eftir móttökuáætlunum þegar tekið er á móti nemendum af erlendum uppruna. Í áætlununum er hins vegar ekki mikið af leiðbeiningum sem umsjónarkennarar geta notað í skólastofunni þegar þeir taka á móti erlendum nemendum. Gerð var eigindleg rannsókn og hálfstöðluð viðtöl tekin við fimm umsjónarkennara og þrjá deildarstjóra í þremur skólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að umsjónarkennarar og deildarstjórar eru sammála um að góð samskipti séu mikilvæg og niðurstöður benda einnig til að þörf sé á markvissri fræðslu um aðlögun erlendra nemenda og/eða að móttökuáætlanir skóla séu ítarlegri vinnuskjöl fyrir umsjónarkennara varðandi móttöku erlendra nemenda og samstarf við foreldra þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis was to research the method of integration of foreign students in the Icelandic primary school setting, as well as examining how communication is established between the school, the primary teacher and the child´s caregiver.
  The body of research undertaken focused on communication between the primary caregiver (i.e. parents/guardians) and the school and the appointed primary teacher. The research hypothesis determines that good communication between the parent(s) and the school is beneficial to the academic development of a child, regardless of nationality.
  The primary school system in Iceland has an induction protocol in place to help the school community meet the needs of foreign students. This protocol does not provide much practical advice for teachers in relation to the process of integration.
  A qualitative research method was chosen consisting of semi-structured interviews for gathering information from five supervising teachers and three head teachers of three different schools in the same community. The main findings of this research thesis were that the data collected through interviews supported that establishing good communication is important and also outlined the need for a more effective educational strategy for teachers on the subject of integrating foreign students into Icelandic schools and /or that the existing protocol be revised in order to better address the needs of supervising teachers.

Samþykkt: 
 • 19.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Jona Steingrimsdottir_kennaradeildHA_V2018p.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna