is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29635

Titill: 
 • Að sníða nemendum stakk eftir vexti : kennsla nemenda sem eiga í erfiðleikum með stærðfræðinám
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Það getur verið snúið verkefni fyrir kennara að finna leiðir til að styðja nemendur, sem eiga í erfiðleikum með stærðfræðinám, við að auka hæfni sína í stærðfræði. Nemendur, sem ítrekað hafa upplifað ósigur í námi, telja sér oft trú um að stærðfræði sé námsgrein sem sumir hafa á valdi sínu og aðrir ekki. Þeir álíta að þeir hafi ekki það sem þarf til að verða góðir í stærðfræði og sjá ekki tilgang með náminu. Tilgangur rannsóknarinnar, sem hér fer á eftir, er að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu kennara af því að vinna með nemendum sem eiga erfitt með stærðfræði. Leitað var svara við eftirfarandi spurningu: Hver er reynsla kennara af því að vinna með nemendum sem eiga erfitt með stærðfræðinám?
  Til að svara rannsóknarspurningunni var valin fyrirbærafræðileg aðferð, Vancouver-skólinn, sem ætlað er að auka skilning á mannlegum fyrirbærum. Átta kennarar voru þátttakendur í rannsókninni og byggðust viðtölin upp á opnum spurningum. Fjögur meginþemu komu fram:
  a) Nemendum, sem eiga í erfiðleikum með stærðfræðinám, er oft kennt í annarri stofu en bekkjarstofu, því það þjónar hagsmunum þeirra betur.
  b) Að finna sínar eigin lausnaleiðir hefur jákvæð áhrif, bæði á námsgleði og námsárangur nemenda sem eiga í erfiðleikum með stærðfræðinám, einnig í hópavinnu nemenda sem búa yfir ólíkri hæfni í stærðfræði.
  c) Ýmsir þættir hafa áhrif á að flestir nemendur vinni með sama námsefni í stærðfræði.
  d) Í stærðfræðikennslu nemenda, sem eiga erfitt með stærðfræðinám, er mikil áhersla lögð á vellíðan þeirra, en eitt það erfiðasta sem stærðfræðikennarar standa frammi fyrir er uppgjöf nemenda.
  Leiðir til úrbóta og hugmyndir að framtíðarrannsóknum voru reifaðar og sú ályktun dregin að fara þyrfti markvisst inn í skólasamfélagið með fræðslu um nýjustu rannsóknir sem snúa að stærðfræðinámi. Fræðslan þyrfti að ná til nemenda, foreldra, kennara, skólastjórnenda og annarra starfsstétta sem koma að stærðfræðinámi nemenda

 • Útdráttur er á ensku

  Supporting students who face difficulties in learning mathematics and help them increase their mathematical competences can be challenging for teachers. Students who repeatedly have experienced frustration often believe that mathematics is a subject which can only be mastered by some but not by others. They think that they do not have what it takes to become good at mathematics and that their study of the field is meaningless. The purpose of this thesis is to increase the knowledge and understanding of teachers' experience of working with students who struggle with mathematics. An attempt is made to answer the following research question: How do teachers experience working with students who face difficulties in learning mathematics?
  A phenomenological approach, the Vancouver School, was chosen to answer this question as such methods are intended to provide an increased understanding of human phenomena. Eight teachers participated in the study and they were interviewed on the basis of an open questionnaire. Four main themes emerged:
  a) Students who find mathematics learning difficult are often taught in a separate room as this suits their needs.
  b) Students who find mathematics learning difficult enjoy finding their own solution strategies and it supports their learning. This also applies to working with students with diverse competence in mathematics.
  c) There are diverse reasons for that most students work with the same textbooks.
  d) Teachers who teach students who find mathematics learning difficult emphasize well-being but one of the teachers' most daunting tasks is dealing with the students' surrender.
  Suggestions for improvement and future research are provided and the conclusion is presented that the latest research on mathematics studies need to be introduced to the school community. It needs to reach students, parents, teachers, headmasters and others, who are linked to the learning of mathematics.

Samþykkt: 
 • 19.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ad_snida_nemendum_stakk_eftir_vexti.pdf3.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna