is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29642

Titill: 
 • Hlutdeild kvenna í afbrotum á Íslandi samfara auknu kynjajafnrétti
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð ætla ég að skoða afbrotahegðun kvenna og þróun í hlutdeild þeirra í afbrotum frá aldamótum. Skoðað verður hvort hlutdeild kvenna í afbrotum hefur aukist samfara auknu kynjajafnrétti. Staðreyndin er sú að um allan heim fremja konur færri afbrot en karlar. Hæst hlutfall kvenna í afbrotum er í auðgunarbrotum, sérstaklega þjófnaði, skjalafalsi og í fíkniefnabrotum. Afbrot kvenna hafa aukist frá því á síðustu öld og tilefni til að rannsaka afbrotahegðun kvenna á sama hátt og karla hefur aukist (Banarjee o.fl., 2014). Freda Adler kom fram með tilgátu um það hvernig glæpi konur fremja og spáði fyrir miklum breytingum á afbrotahegðun þeirra í kjölfar aukins kynjajafnréttis. Sú tilgáta mun spila lykilhlutverk í þessari ritgerð, ásamt fleiri kenningum og tilgátum sem fræðimenn hafa sett fram eða rannsakað varðandi afbrotahegðun kvenna og muninn á kynjunum í þeim málum. Adler spáði því að eftir því sem konur færu meira út af heimilinu, þ.e. á vinnumarkað, myndi þeim bjóðast fleiri tækifæri til afbrota. Hún taldi að í kjölfarið myndu afbrot kvenna aukast því nær sem við færum jafnréttinu. Adler var fyrst allra fræðimanna til að gefa út bók um femíniskar kenningar kvenna í afbrotum (Adler, 1975). Oft virðast dómar og fangelsi skipulögð með hliðsjón af þeim sem mest brjóta af sér, þar er líklegast um að ræða unga karlmenn. Konur virðast að jafnaði oft hljóta styttri dóma og glæpir kvenna eru ólíkir karla í heildina litið. Talið er að konur fremji að jafnaði um 10-20% allra afbrota en karlar 80-90% (Helgi Gunnlaugsson, 2014). Ég mun skoða hvort munurinn á afbrotatíðni kynjanna sé að minnka með meira jafnrétti og miðað við það hversu ofarlega við stöndum sem þjóð, með tilliti til jafnréttis (World Economic Forum, 2014), þótti mér áhugavert að skoða þetta út frá Íslandi. Nýjustu opinberu afbrotatölfræðiskýrslur sýna nokkuð stöðugar tölur þess efnis. Eins og verið hefur frá því fyrir aldamót fremja konur mest væg auðgunarbrot án fórnarlambs og hlutfall þeirra af heildarafbrotum virðist haldast nokkuð stöðugt eða í kringum 20%. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki framið afbrot í sama mæli og karlar, en spurningin er í raun afhverju þær gera það ekki (Helgi Gunnlaugsson, 2008). Gagnasöfnun fór að miklu leyti fram í gegnum veraldarvefinn, til fróðleiks og þekkingar las ég áður útgefið efni, s.s. bækur, ritrýndar greinar, rannsóknir og opinberar skýrslur frá Ríkislögreglustjóra.
  Lykilhugtök: Konur, Freda Adler, jafnrétti, afbrot, Ísland, dómar

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay, I will review the trends in women's share of crime, since the turn of the century, and how women's criminal behaviour is. Wether increased gender equality had the effect of increasing women criminality will be looked into. It does not matter where we look, the fact
  that women commit fewer offenses than men, applies to the world all over. The highest proportion of women in crime is in embezzlement crimes, especially theft and in drug offenses. Female fractures have increased since the last century and the occasion to investigate women
  in the same way as men in terms of offense behaviors have become more common than before (Banarjee o.fl., 2014). Freda Adler came up with ideas about how women commit crime and predicted how women would change with regard to the crime, will play a key role in this paper, along with
  more scholars who have investigated or predicted gender differences in these matters. Adler predicted that as women get more into society and the labor market they would get more opportunities for breaches, thus increasing the number of women's offenses, with more gained equality. She was the first to publish a book on feminine theories of women´s criminality (Adler, 1975). Sentences and prisons often appear to be based to fit the most violent ones, most likely young men. Women usually appear to receive shorter sentences and women's crimes are different from men in general. It´s considered that women are accountable for about 10-20% of all crimes, while as men 80-90% (Helgi Gunnlaugsson, 2008). I will examine whether the difference between gender in crimes is decreasing with more gender equality, and considering how high we rank as a nation, in regards to equality (World Economic forum, 2014), I found it interesting to look at this from Icelandic perspective. The most recent official statistics show fairly stable figures. As before the millenium, women are most likely to commit mild embezzlement and crimes without victims, and their proportion of total crime seems to remain quite stable at around 20% (Helgi Gunnlaugsson, 2008).
  Data collection was largely carried out through the internet. To gather information and knowledge on the subject, I read books, peer-reviewed articles, research and official reports of criminal statistics from the Police Commissioner of Iceland.
  Key words: Women, Freda Adler, equality, crimes, Iceland, sentences

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.01.2034.
Samþykkt: 
 • 19.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf966.2 kBLokaður til...01.01.2034HeildartextiPDF