is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29643

Titill: 
 • Helgun í starfi og andleg heilsa : könnun meðal opinberra starfsmanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Helgun í starfi er misjöfn milli starfsmanna, en talið er að margvíslegir þættir geti haft áhrif á hversu helgaðir starfsmenn eru starfi sínu og vinnustaðnum. Rannsóknir hafa sýnt að helgun í starfi geti orðið fyrir áhrifum af ýmsu tagi. Vinnuaðstæður, heilsa og starfsumhverfi er meðal þeirra þátta sem geta haft áhrif á helgun í starfi. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða helgun í starfi og kanna tengsl þess við andlega heilsu starfsmanna. Markmið rannsóknarinnar er að svara rannsóknarspurningunni: „Eru tengsl á milli helgunar í starfi og andlegrar heilsu starfsmanna?” Gagnasafnið sem notað var til þess að svara rannsóknarspurningunni er fengið úr rannsókninni Heilsa og vellíðan á vinnustað en sú rannsókn hefur verið framkvæmd árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2016 meðal opinberra starfsfólks sveitarfélags. Í þessari rannsókn voru notuð gögn úr fyrirlögninni 2016 og alls svöruðu 1099 einstaklingar rafrænum spurningalista (svarhlutfall 70,2%). Niðurstöður sýndu að tengsl helgunar í starfi og andlegrar heilsu voru miðlungs sterk jákvæð tengsl sem þýðir að meiri helgun í starfi tengist betri andlegri líðan. Einnig sýndu niðurstöður að helgun í starfi og líðan í lok vinnudags á síðastliðnum þremur mánuðum væru með miðlungs sterk jákvæð tengsl sem þýðir að meiri helgun í starfi tengdist betri líðan í lok vinnudags. Niðurstöður sýna að það er mikilvægt að huga að góðum vinnuaðstæðum, svo sem samskiptum og hvatningu á vinnustað því vinnuaðstæður geta skipt sköpum þegar kemur að helgun í starfi og andlegri líðan.
  Lykilhugtök: Helgun í starfi, andleg heilsa, vinnutengd heilsa.

 • Útdráttur er á ensku

  Work engagement can vary amongst employees but different factors can affect how engaged employees are to their job and their workplace. Research has shown that work engagement can be affected by various things. Work situations, health, and work environment are some factors that have been proven to significantly affect work engagement. The purpose of this research is to discover if there is in fact a relationship between work engagement and an employee’s mental health. The target is to answer the research question: “Is there a connection between work engagement and employee’s mental health?” The database that was used to answer the research question was from the research “Health and well-being at a workplace” but the research took place in 2010, 2011, 2013, 2015 and 2016 among public sector employees. The database from the 2016 research is what was used in this research where 1099 employees responded through electronic questionnaire (response-rate 70,2%). The results showed that the correlation between work engagement and mental health was a medium-strength positive relationship, meaning that the more engaged the employee is, the better health he maintains. The results also showed that work engagement and wellbeing after work showed medium strong positive relationship which also means the more engaged and employee is, the better wellbeing after work he maintains. Based on the findings from the data, it is important to maintain a good work environment, such as clear communication and positive motivation at the workplace, because good work situations can make a positive difference when it comes to work engagement and mental health.
  Keywords: Work engagement, mental health and occupational health.

Samþykkt: 
 • 19.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-17jan-yfirfarid.pdf868.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna