Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29645
Flestir trúa því að ef börn og unglingar stundi íþróttir þá hafi íþróttaiðkunin jákvæð áhrif á nám þeirra og afköst. Jákvæð tengsl hreyfingar og íþróttaiðkunar við námsárangur hafa verið rannsökuð ítarlega undanfarna áratugi og hafa sumar rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif á meðan aðrar að íþróttaiðkun og hreyfing hafi lítil sem engin áhrif á námsárangur. En eins og áður sagði þá hafa flestir komist að þeirri niðurstöðu að tengslin væru jákvæð á milli þessara þátta.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver áhrifin milli hreyfingar og náms væru hjá þeim ungmennum sem eru undir miklu álagi eða stunda skipulagðar æfingar í átta klukkustundir á viku eða meira.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að jákvæð áhrif hreyfingar og íþróttaiðkunar á námsárangur dvíni með mikið álagi.
Aðferðin sem var valin fyrir þessa rannsókn var eigindleg rannsóknaraðferð og notast var við einstaklingsviðtöl við gagnasöfnunina. Viðmælendur í rannsókninni voru 12 einstaklingar; fjögur ungmenni sem eru undir miklu álagi vegna íþróttaiðkunar, fjórir úr hópi foreldra þeirra og fjórir kennarar þeirra.
Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að helmingur ungmennanna taldi að þessi mikla íþróttaiðkun hafi neikvæð áhrif á námsárangur sinn og taldi að þau myndu standa sig betur í námi ef að álagið væri minna, þessi ungmenni voru að stunda skipulagðar íþróttir frá 13-21 klukkustund á viku. Afar athyglisvert var að sjá að bæði foreldrar og kennarar líta neikvætt á mikla atvinnuþátttöku ungmenna en síður á íþróttaiðkun þó að álagið þar gæti verið mun meira heldur en atvinna ungmennanna. Frekari rannsókna er þörf til að meta betur hvar tímamörkin liggja þar sem jákvæð áhrif íþróttaiðkunar byrja að dvína eða hugsanlega verða neikvæð.
Many believe that sport participation and physical activity (PA) have a positive effect on academic performance. The link between sport participation and PA on academic achievements have been studied over the years and many of those studies either show a positive link or little to no effect.
The purpose of this research was to explore the effect that sport participations and PA has on adolescents who are training organized sports at least eight hours a week.
The aim of this research was to reveal whether positive effect from sport participation and PA on academic performance would diminish with more strain.
Qualitative method was used in this research in the form of interviews. Participants were four adolescents who were under much strain from sport participation, four of their parents and four of their teachers, In total 12 interviews.
The findings show that half of the adolescents say that if the strain would reduce, it would have positive effect on the academic performance. These adolescents who said that were training the most, or from 13-21 hours per week.
Interesting to see that both parents and teachers have negative attitude towards employment rate of adolescent, but less on sporting activities, although the strain there could be far more than from employment.
Further research is needed to better assess where the time limit is, where the positive effects of sporting activities begin to diminish or potentially become negative on academic performance
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bjarni-Rúnar-Lárusson_kennaradeildHA_H2017.pdf | 734,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |