Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29648
Verðmunur milli landa hefur mikið verið rannsakaður í gegnum tíðina og ólíkar skoðanir eru uppi um ástæðu hans. Mismunur milli gengis og verðlags, aðgangshindranir eða einfaldlega græðgi framleiðanda hefur verið nefnt sem orsakavaldur hans. Verðmunur á alþjóðlega bílamarkaðnum hefur oft verið nefndur sem dæmi um ólíka verðmyndun.
Í þessu verkefni er fjallað um þau hagrænu sjónarmið sem liggja að baki verðmunar milli landa. Greint verður frá því af hverju þessi verðmunur finnst á bílamarkaðnum og ástæður þess ásamt því að skoða hvort þessi verðmunur geti gert verðmunaviðskipti arðbær. Íslenski bílamarkaðurinn verður skoðaður til samanburðar og verðmunur rannsakaður. Til stuðnings við verkefnið voru gerðar verðkannanir á sex bílategundum á Íslandi, í Hollandi og í Svíþjóð til að komast að því hvort og ef svo er hversu mikill verðmunur er til staðar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc-í-viðskiptafræði-Ólík-verðmyndun-á-bílamarkaði.pdf | 6.39 MB | Locked Until...2023/01/01 | Text Body | ||
Beiðni um lokun á ritgerð.pdf | 1.3 MB | Open | View/Open |