is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29649

Titill: 
  • Samfélagsábyrgð Brims hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsábyrgð er hluti af góðum stjórnarháttum fyrirtækja. Hugtakið hefur á undanförnum árum verið að ryðja sér til rúms bæði hér á landi sem og annars staðar í heiminum og þá sérstaklega eftir efnahagshrunið sem átti sér stað árið 2008. Eitt helsta framtak í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact. Fyrirtæki sem skrifa undir sáttmálann skuldbinda sig til þess að uppfylla þau tíu alþjóðlegu viðurkenndu viðmið sem sáttmálinn inniheldur og innleiða þau í stefnumótun fyrirtækisins. Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar var að rannsaka hver staða sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. væri á sviði samfélagsábyrgðar og hvað fyrirtækið þarf að gera til að uppfylla sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Til að leita svara við rannsóknarspurningu ritgerðar var stuðst við eiginlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru djúpviðtöl við þrjá stjórnendur fyrirtækisins. Megin niðurstöður rannsóknar sýndu að Brim hf. á töluverða vinnu fyrir höndum til þess að verða fyrirmynd á alþjóðlegum vettvangi. Fyrsta skrefið til úrbóta væri að gera stöðumat innan fyrirtækisins, setja niður markmið, stefnu, áætlunargerð og að lokum koma á reglulegu eftirliti. Ef Brim hf. myndi setja sér markmið um að innleiða samfélagsábyrgð með tilliti til sáttmálans, væri það að skuldbinda sig til að útbúa framvinduskýrslu árlega þar sem kæmi fram hvernig fyrirtækið uppfyllir viðmiðin.

Samþykkt: 
  • 20.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfelagsabyrgd_Brimhf_Lokaritgerd.pdf805.36 kBLokaður til...31.12.2022HeildartextiPDF
BeidniUmLokun.pdf587.56 kBOpinnPDFSkoða/Opna