en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29650

Title: 
  • Title is in Icelandic Framtakssjóðir á Íslandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á íslenskum hlutabréfamarkaði eru 16 fyrirtæki með hlutabréf sín skráð til viðskipta. Það eru mun færri fyrirtæki en voru skráð þegar mest lét fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það er þó hægt að fjárfesta í fyrirtækjum hvort sem þau eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað eða ekki og hefur það færst í aukanna á síðustu árum. Framtakssjóðir hafa á undanförnum árum rutt sér til rúms á Íslandi sem aðferð til að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum með skipulegum hætti. Fyrirkomulag framtakssjóða þekkist vel erlendis en er tiltölulega nýtt af nálinni á Íslandi í núverandi mynd. Lífeyrissjóðir hafa verið stærstu fjárfestarnir í framtakssjóðum á Íslandi og hafa einhverjar fjárfestingar þeirra gengið illa og vakið hörð viðbrögð á meðan lítið hefur verið fjallað um það sem gengið hefur vel. Rannsóknin í þessari ritgerð miðar að því að rannsaka hulinn heim framtaksfjárfestinga og reyna að sjá heildarmynd árangurs fjárfestinga þeirra á hlutlausan hátt. Í viðtölum var reynt að varpa ljósi á hvernig framtakssjóðir á Íslandi starfa. Þá er átt við hvernig þeir fjármagna sig og fjárfestingar sínar, hver árangurinn hefur verið og hvernig viðmælendur sjá þróun framtakssjóða á Íslandi á næstu árum. Helstu niðurstöður eru að framtakssjóðir hafa reynst vel á síðstu árum. Fjöldi framtakssjóða hefur aldrei verið meiri. Ávöxtunin hefur verið góð og til marks um líklega stefnu þeirra á næstu árum horfðu allir viðmælendur mínir til þess að stofna nýja sjóði á næstu misserum og sögðu að framtakssjóðir væru komnir til að vera á Íslandi.
    Lykilorð: Fjárfestingar, framtakssjóður, fagfjárfestasjóður, óskráð, fyrirtæki

Accepted: 
  • Feb 20, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29650


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Elvar Þór Karlsson B.Sc. Ritgerð.pdf2.64 MBOpenComplete TextPDFView/Open

Note: is Búið er að skila inn beiðni um aðgangslokun - bíð eftir samþykkt.