is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29653

Titill: 
  • Áhrif og árangur af notkun áhrifavalda við markaðssetningu á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Leiðir auglýsenda til markaðssamskipta hafa tekið breytingum með tilkomu samfélagsmiðla, en samfélagsmiðlar sameina hefðbundið form samþættra markaðssamskipta við ákveðið form af umtali. Á samfélagsmiðlum berst umtal bæði hraðar og á rekjanlegri hátt en við hefðbundið form umtals. Til þess að vera samkeppnishæf á markaði þurfa fyrirtæki að leita nýrra leiða og er áhrifavaldamarkaðssetning orðið afar vinsælt form markaðssamskipta. Notkun áhrifavalda á samfélagsmiðlum hefur reynst afar vel til þess að auka meðal annars jákvætt umtal og vörumerkjavitund, en það innbyggða traust sem skapast á milli áhrifavalds og neytanda er erfiðara fyrir vörumerki að byggja upp eitt og sér.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver væru áhrif og árangur af notkun áhrifavalda við markaðssetningu á samfélagsmiðlum hjá íslenskum fyrirtækjum. Notast var við eigindlega tilviksrannsókn í formi djúpviðtala og alls voru tekin níu viðtöl við sjö mismunandi fyrirtæki. Rannsóknin var gerð út frá tveimur mismunandi sjónarhornum en fyrirtækin skiptust annars vegar í samfélagsmiðla- og áhrifavaldamarkaðsstofur, sem tengja fyrirtæki við áhrifavalda, og hins vegar í fyrirtæki sem notfæra sér áhrifavalda til markaðssetningar. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að áhrif af notkun áhrifavalda til markaðssetningar eru fyrst og fremst aukin vörumerkjavitund sem getur skilað sér í aukinni sölu sé rétt staðið að markaðssetningunni. Þá leiddu niðurstöður ennfremur í ljós að árangur af áhrifavaldamarkaðssetningu er lítt rannsakaður hér á landi, en fyrirtæki nota tvenns konar árangursmælingar. Annars vegar er farið eftir módeli Murdough (2009) sem er svipuð nálgun og við hefðbundnar árangursmælingar og hins vegar mæla þau árangur sinn í dekkun, tíðni, viðbrögðum og fleiru.

Samþykkt: 
  • 20.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_ritgerd_Helena&Ingibjorg.pdf719.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna