is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29655

Titill: 
  • Samfélagsábyrgð Íslandshótela
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðu samfélagslegrar ábyrgðar hjá Íslandshótelum. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar sem leitast var við að svara. Rannsóknarspurningarnar snéru að því hvernig Íslandshótel geta náð samkeppnisforskoti og hvernig fyrirtækið á að forgangsraða í tengslum við samfélagslega ábyrgð. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í formi djúpviðtala sem tekin voru við nokkra stjórnendur Íslandshótela, einnig voru megindleg gögn greind og notuð við úrvinnslu verkefnisins. Helstu greiningartól sem höfundar studdust við voru þrefaldur ávinningur samfélagsábyrgðar (e. triple bottom line) og GRI staðallinn (e. Global reporting initiative). Rannsóknin leiddi í ljós að fyrirtækið hefur háleit markmið í tengslum við samfélagslega ábyrgð og hefur hug á því að vera leiðandi á markaði í tengslum við málefnið. Samkvæmt niðurstöðum úr eigindlegri rannsókn og greiningu á megindlegum gögnum kom í ljós að Íslandshótel hafa stigið mörg mikilvæg skref í átt að samfélagslegri ábyrgð og að markmið þeirra séu raunhæf ef skýr stefna er mótuð og markmiðum fylgt eftir.

Samþykkt: 
  • 20.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagsábyrgð Íslandshótela.pdf833.34 kBLokaður til...21.12.2022HeildartextiPDF
Beiðni um lokun lokaverkefnis.pdf369.13 kBOpinnPDFSkoða/Opna