is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29656

Titill: 
  • Líftímavirði viðskiptavina með stjórnun viðskiptatengsla hjá Gæðabakstri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki standa frammi fyrir meiri áskorunum í rekstrarumhverfi sínu í dag en áður fyrr. Með nýrri og aðgengilegri tækni eru gerðar meiri kröfur. Viðskiptavinir eru tæknivæddari og eiga auðveldara með að nálgast upplýsingar um það sem samkeppnisaðilar eru að gera og finna góð tilboð. Viðskiptavinir eru orðnir kröfuharðari ásamt því að þeir eru verðviðkæmari ef fyrirtæki nær ekki að útbúa ákveðið virði fyrir þá. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM, e. customer relationship managing) býður upp á möguleikann á því að fyrirtæki nái dýpri innsýn þegar kemur að viðskiptavinum, hjálpar til við aukið aðgengi að viðskiptavinum, aukinni skilvirkni í samskiptum ásamt samþættingu allra viðskiptavinarása sem notast er við, ásamt innviðum fyrirtækisins.
    B.Sc. ritgerð þessi er fyrirtækjaverkefni, unnið í samstarfi við Gæðabakstur. Markmið höfunda er að sýna fram á hvernig Gæðabakstur getur aukið líftímavirði viðskiptavina sinna með stjórnun viðskiptatengsla og hvað Gæðabakstur þarf að gera til að innleiða slíkt kerfi. Fjallað er um hverjir möguleikar Gæðabaksturs eru þegar kemur að innleiðingu á stjórnun viðskiptatengsla og ávinningi þess, lykilinnleiðingarþætti sem auka líkur á árangursríkri innleiðingu á CRM og þau atriði sem koma í veg fyrir árangursríka innleiðingu. Í rannsókninni er eigindlegri aðferðarfræði beitt. Tekin voru viðtöl við starfsmenn Gæðabaksturs til þess að fá þeirra innsýn á hver staða Gæðabaksturs er í dag þegar kemur að stjórnun viðskiptatengsla, ásamt því að fyrirliggjandi gögn innan Gæðabaksturs eru skoðuð, flokkuð og greind. Niðurstaða verkefnisins leiddi í ljós að Gæðabakstur hefur mikla möguleika á að stjórna viðskiptatengslum sínum betur og átta sig á mikilvægi þess. Fyrirtækið er þó ekki tilbúið í innleiðingu á stjórnun viðskiptatengsla, og niðurstöður leiddu í ljós göt sem fyrirtækið þarf að fylla í áður en hafist verður handa við innleiðingu á CRM. Höfundar framkvæma að lokum ráðgefandi undirbúningsmat fyrir stjórnun viðskiptatengsla sem nýtist stjórnendum þannig að fyrirtækið geti hafist handa við að taka fyrstu skrefin.

Samþykkt: 
  • 20.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líftímavirði viðskiptavina með stjórnun viðskiptatengsla hjá Gæðabakstri.pdf2.75 MBLokaður til...31.12.2027HeildartextiPDF
Beiðni um lokun verkefnis.pdf389.92 kBOpinnPDFSkoða/Opna