Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29657
Það sem að hefur verið áberandi síðust ár í heimi knattspyrnunnar er það hversu háar fjárhæðir leikmenn eru að seljast á og hversu mikið fjármagn er til staðar í íþróttinni. Félög keppast um að kaupa bestu leikmenn heims á metfjár ár eftir ár og er það nánast óskiljanlegt hvaðan allt þetta fjármagn kemur. Félög á Íslandi eiga ekki við sama gæða vandamál að stríða en rekstur og umgjörð félaga á Íslandi eru ekki sambærileg erlendum félögum. Því var farið í það að skoða hver munurinn væri á rekstri íslenskra og erlendra félaga á efsta stigi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn sem gaf skýrari mynd á það hvernig íslensk félög starfa en einnig átti mikil upplýsingaöflun sér stað um það hvernig stærstu félög í heimi starfa. Tekjuöflun, útgjöld, og rekstrarform félaga voru þættir sem rýnt var í bæði á Íslandi sem og erlendis. Einnig voru skoðaðar hækkanir á mörgum sviðum innan knattspyrnuheimsins. Niðurstöður leiddu í ljós að mikill munur var á flestum sviðum þegar íslensk og erlend félög voru borin saman. Fjárhæðir og rekstrarform félaga var það sem stóð uppúr þegar öllu var á botninn hvolft.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc-ritgerð-Óli-Pétur-og-Vilhjálmur-Ingi.pdf | 714.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |