is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29658

Titill: 
  • Hvaðan koma verðandi afreksleikmenn í knattspyrnu á Íslandi og hefur búseta eitthvað um það að segja?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Er það háð búsetu hvaðan ungt og efnilegt knattspyrnufólk er að koma á Íslandi? Hverjir eru helstu eiginleikar sem knattspyrnumaður þarf að hafa til að verða afreksmaður? Hafa knattspyrnuhallir mikil áhrif á þróun íþróttafélaga á ungum og efnilegum knattspyrnumönnum? Í þessari ritgerð var leitast við að svara þessum spurningum og fór gagnaöflun fram á haustmánuðum 2017. Unnið var úr gagnasafni frá KSÍ varðandi leikmenn U17 ára landsliða karla og kvenna á árunum 2003 – 2016 og úr gagnasafni frá ÍSÍ varðandi iðkendatölur í knattspyrnu á Íslandi og var niðurstöðunum raðað niður eftir landshlutum. Einnig voru einstaklingar innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi fengnir til að skilgreina hvað einkennir afreksknattspyrnumann.
    Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvaðan verðandi afreksleikmenn á Íslandi væru að koma og hver væri möguleg ástæða fyrir því. Niðurstöður leiddu í ljós að mikill meirihluti U17 ára leikmanna koma af höfuðborgarsvæðinu og þá einkum frá sex liðum. Af niðurstöðum má draga þær ályktanir að mikill iðkendafjöldi sé ein helsta ástæða þess að lið framleiði ungt og efnilegt landsliðsfólk í knattspyrnu fremur en framúrskarandi aðstaða, líkt og að vera með knattspyrnuhöll. Einnig má álykta að ætli leikmaður sér að verða afreksmaður í sinni íþrótt þurfi hann að leggja harðar að sér en næsti maður og æfa mjög mikið í mörg ár.

Samþykkt: 
  • 21.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnar_BSc ritgerð loka.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna