Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29668
Ritgerð þessi fjallar um viðhorf nemenda í 10. bekk á tónmenntakennslu á unglingastigi. Eigindleg rannsókn var framkvæmd í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í maí 2017. Ritgerðin byggir á viðtali sem var tekið við 8 nemendur, 4 drengi og 4 stúlkur. Nemendurnir voru ýmist búnir að vera í tónlistarnámi innan skólans eða utan og í mismunandi tónmenntakennslu á yngri árum.
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig viðhorf nemenda, sem eru að ljúka skólagöngu sinni, væri gagnvart tónmenntakennslu. Þá var kannað hvort þeim fyndist að tónmennt ætti að vera val, skylda eða hvort hún væri jafnvel óþarfi. Einnig voru þau spurð hvað þeim fyndist skemmtilegast í tónmennt og hvað þeim fyndist þau læra mest af. Loks var kannað hvort eitthvað kæmi fram í viðhorfi þeirra sem gæfi tilefni til breytinga á tónmennt sem námsgrein á þeirra aldursstigi.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru nemendur almennt sammála um að tónmennt ætti að vera skyldufag á efsta stigi grunnskólans. Þá fannst þeim skemmtilegast að skapa sína eigin tónlist, en þeim fannst þau læra mest á því að skapa. Einnig kom í ljós að nemendum fannst þeir læra mikið um gamla tónlist en nánast ekkert um nútímatónlist.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
nutimavaedakaf.pdf | 561.06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysingkaf.pdf | 174.75 kB | Lokaður | Yfirlýsing |