is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29669

Titill: 
 • Að gefa og þiggja: Upplifun og reynsla sjálfboðaliða af því að vera stuðningsfjölskyldur kvótaflóttafólks
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Stuðningsfjölskyldur kvótaflóttafólks er verkefni á vegum Rauða kross Íslands og stendur kvótaflóttafólki til boða að nýta sér stuðning þeirra fyrsta árið eftir komuna til Íslands. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun og reynslu sjálfboðaliða af því að vera stuðningsfjölskyldur kvótaflóttafólks við aðlögun þess að nýju landi. Leitast var við að svara tveimur rannsóknarspurningum og eru þær eftirfarandi: Hver er upplifun og reynsla sjálfboðaliða Rauða kross Íslands af því að vera stuðningsfjölskyldur kvótaflóttafólks við aðlögun þess að íslensku samfélagi? Hvernig stuðning veita sjálfboðaliðarnir kvótaflóttafólki? Rannsóknir sýna að frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar þeirra gegna lykilhlutverki í aðlögun flóttafólks að nýju landi. Reynsla sjálfboðaliða af því að vera stuðningur við kvótaflóttafólk hefur ekki verið rannsökuð áður hérlendis. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru átta hálfstöðluð viðtöl við átta einstaklinga sem höfðu gegnt hlutverki stuðningsfjölskyldna kvótaflóttafólks á árunum 2008-2015, í kvótaflóttamannaverkefnum í þremur deildum Rauða kross Ísland. Viðtölin voru greind með kóðun og þemagreiningu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá er hlutverk stuðningsfjölskyldna kvótaflóttafólks margþætt. Þær lýstu því að hlutverk þeirra myndi mótast af einstaklingnum sem þær veita stuðning, vegna þess að kvótaflóttafólkið hefur ólíka þörf fyrir stuðning. Sjálfboðaliðar sem gegna hlutverki stuðningsfjölskyldu aðstoða kvótaflóttafólkið m.a. við að versla í matinn, sýna þeim hvernig almenningssamgöngur virka, aðstoða það við að sækja ýmsa nauðsynlega þjónustu og veita þeim félagsskap. Stuðningsfjölskyldurnar upplifðu að Rauði krossinn hefði staðið vel að undirbúningi sjálfboðaliðanna fyrir verkefnið og flestir sjálfboðaliðarnir töldu sig hafa fengið nægjanlegan stuðning frá Rauða krossinum meðan á verkefninu stóð. Stuðningsfjölskyldurnar töldu að stuðningsfjölskylduverkefnið hefði verið árangursríkt fyrir aðlögun kvótaflóttafólksins.
  Lykilhugtök: stuðningsfjölskyldur, frjáls félagasamtök, sjálfboðaliðar, kvótaflóttafólk, félagsleg aðlögun.

 • Útdráttur er á ensku

  Support families is a project undertaken by the Red Cross of Iceland that offers support to quota refugees their first year upon arrival in Iceland. The aim of this study was to explore the experience of volunteers who had acted as support families of quota refugees adapting to a new country. Two research questions were proposed: How did the Red Cross volunteers experience being a support family of quota refugees in their adaptation to Icelandic society? What kind of support do support family volunteers give quota refugees? Research shows that NGOs and their volunteers play a key role in refugees adapting to a new country. The experience of support family volunteers of quota refugees has not been researched in Iceland before. A qualitative study was implemented involving eight semi-structured interviews with eight individuals who had played the role of support families of quota refugees between the years 2008 and 2015, in quota refugee projects in three departments of the Red Cross of Iceland. The interviews were identified using coding and theme analysis. According to the results of the study, support families of quota refugees play various roles. They stated that said role is shaped by the person they provide support to, as the quota refugees need different kind of support. Volunteers serving as a support family assist the quota refugee in various aspects such as, to shop for food, figuring out public transport, helping with the services quota refugees are entitled to and giving them company. The support families felt that the Red Cross prepared them well for the project, and most volunteers believed they had received adequate support from the Red Cross during the project. Support families considered the support family project to be effective for adaptation of the quota refugees.
  Key words: Support families, non-governmental organizations, volunteers, quota refugees, social integration.

Samþykkt: 
 • 26.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing undirrituð.pdf292.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Að gefa og þiggja_taka tvö skil á skemmu.pdf903.32 kBLokaður til...23.02.2019HeildartextiPDF