is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29676

Titill: 
  • Hvar stendur hnífurinn í kúnni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útlit er fyrir að íslensk landbúnaðarframleiðsla standi á ákveðnum tímamótum og muni í framtíðinni þurfa að keppa í auknu mæli við innfluttar landbúnaðarafurðir. Eitt af því sem getur hjálpað íslenskum aðilum í samkeppninni er að skilja hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á neytendur þegar þeir eru að velja sér kjötvörur og greina hvaða markhópar eru á markaði fyrir kjötvörur. Megindleg aðferð var notuð og spurningalisti var lagður fyrir vefvalið úrtak. Spurningar byggðar á The Food Choice Questionnaire voru notaðar til að kanna þá þætti sem skipta þátttakendur máli við val á kjötvörum. Þáttagreining (e. factor analysis) var gerð á spurningum The Food Choice Questionnaire til að greina þær niður á sameiginlega þætti. Síðan var gerð klasagreining (e. Cluster analysis) á þeim þáttum sem komu í ljós til að greina niður mismunandi hópa þátttakenda eftir því hversu mikilvægir þættirnir voru þeim. Úr þáttagreiningunni komu í ljós átta þættir sem skiptu þátttakendur máli við val á kjötvörum. Þeir þættir sem þátttakendum þóttu mikilvægastir voru uppruni kjötvaranna, skynræn áhrif og verðgildi, heilnæmi og siðferðileg framleiðsla. Klasagreiningin leiddi í ljós þrjá ólíka klasa. Klasi 1 innihélt 42,7% þátttakenda og fékk nafnið „Gæði umfram kostnað”. Þeim þátttakendum þótti uppruni kjötvaranna sérstaklega mikilvægur. Aðrir þættir eins og verð kjötvaranna og hentugleiki þeirra voru ekki mikilvægir í þeirra huga. Í klasa 2 var 35,5% þátttakenda og fékk hann nafnið „Sama hvaðan gott kemur”. Þeim þátttakendum þótti skynræn áhrif og verðgildi mikilvægast. Aðrir þættir eins og uppruni og siðferðileg framleiðsla voru ekki mikilvægir í þeirra huga. Í klasa 3 var 35,5% þátttakenda og fékk hann nafnið „Láta sig allt varða”. Þeim þátttakendum þóttu uppruni mikilvægastur en allir þættirnir átta voru mikilvægir í þeirra huga. Þessir þrír hópar voru síðan greindir eftir bakgrunni þátttakenda í þeim og neyslu þeirra á kjúklingakjöti, nautakjöti, lambakjöti og svínakjöti. Einnig voru þeir greindir eftir vilja þeirra til að greiða hærra verð fyrir íslenskar kjötvörur heldur en erlendar. Ólíkir markhópar eru því á markaði fyrir íslenskar kjötvörur. Stærstum hluta þátttakenda þótti verð vörunnar ekki mikilvægast. Þeir horfa frekar til þátta eins og hvaðan kjötvaran kemur og hvernig hún er framleidd. Þetta er tækifæri fyrir íslenska framleiðendur og söluaðila til að skapa sér sérstöðu og forskot í samkeppni við erlendar kjötvörur.

Samþykkt: 
  • 27.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvar_stendur_hnifurinn_i_kunni_BrynjarGauti.pdf853.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna