is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29678

Titill: 
  • Námsmat á skilum skólastiga : tilgangur, framkvæmd og nýtt matskerfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt ákvæðum gildandi aðalnámskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla er gert ráð fyrir markvissri samfellu milli skólastiganna tveggja hvað snertir nám, markmið, hæfniviðmið, kennsluhætti og námsmat. Mat á árangri og framförum nemenda í grunn- og framhaldsskóla skal vera reglubundinn þáttur í öllu skólastarfi. Námsmati er ætlað að vera hluti af náms- og kennsluferlinu og skipulagt sem mest í samræmi við námskrá, hæfniviðmið og viðfangsefni nemenda. Meginmarkmið með þessu verkefni var að rannsaka námsmat út frá sjónarhóli skólastjórnenda og kennara í grunn- og framhaldsskóla. Lögð var áhersla á að fá innsýn í reynslu, skilning og viðhorf skólastjórnenda og kennara til námsmats í þeim tilgangi að greina hvað reyndist vera líkt og hvað ólíkt með tilgangi, framkvæmd og fyrirkomulagi námsmats á skólastigunum tveimur. Einnig var tilgangurinn að kanna afstöðu viðmælenda til nýs matskerfis sem beita þarf við lok skyldunáms og hvort samræmis gætti í einkunnagjöf grunnskóla sem gefa framhaldsskólum upplýsingar um hæfni nemenda við inntöku. Rannsóknin er eigindleg þar sem hún samanstendur af tíu hálf-opnum einstaklingsviðtölum. Notast var við tilgangsúrtak (e. purposive sampling) við val á þátttakendum af því valdir voru viðmælendur sem sérstaklega höfðu látið sig varða hið nýja matskerfi og vakið athygli í umræðu um það. Niðurstöður benda til þess að tilgangur og fyrirkomulag námsmats á milli skólastiganna sé með líku sniði. Hins vegar virðast skólastjórnendur og kennarar, sem tóku þátt í rannsókninni, misánægðir með hið nýja námsmatskerfi. Viðmælendur, hvort sem voru kennarar eða stjórnendur, og á hvoru skólastiginu sem var, töldu að ekki gætti samræmis á milli grunnskóla í einkunnagjöf sérstaklega eftir að hæfnieinkunnir voru teknar upp hér á landi. Það vakti óneitanlega upp spurningar um eðlismun hins nýja matskerfis annars vegar og hefðbundins lokamats, einkum samræmdra prófa, hins vegar.

  • Útdráttur er á ensku

    Assessment and the transition from compulsory education to secondary education: Purpose, nature and organisation of assessment between the two school levels
    This dissertation addresses assessment regarding the transition from compulsory education to secondary education. The purpose, nature and organisation of assessment between the two school levels were examined through interviews with teachers and administrators from two compulsory schools and one secondary school.
    Assessing the process and achievement of learning is a major component of all education. According to official curricula it should be a part of everyday learning and teaching and closely connected to aims and learning outcomes. It should also provide information about student learning and achievement at the end of an instructional period by comparing learning outcomes against particular common core benchmarks.
    The main research problem here was exploring the views of teachers and administrators in primary and secondary schools towards a new assessment system used at the end of compulsory education and their ideas about the purpose, practice and organisation of assessment at the two school levels. The research methodology comprised nine semi-structured interviews with teachers and administrators in three schools, one secondary school and to compulsory schools.
    The results indicate that the purpose and organisation of assessment at the two school levels prove similar. But many teachers and administrators seem uneasy and discontent with the new assessment system recently implemented by the authorities at the end of compulsory education. Furthermore, the participants belief that there was a discrepancy between compulsory school when it comes to implementing the new system, for example when deciding what to assess, and with what methods.
    This certainly evokes questions about the whole process of assessment and its use, and also about the difference between the new assessment system with its wide ranging learning outcomes and methods and the traditional assessment system that focused more on objective assessment methods and statistics.

Samþykkt: 
  • 27.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DagnyRutPetursdottir-lokautgafa.pdf1,3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf194,39 kBLokaðuryfirlýsingPDF