is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29679

Titill: 
  • Hvað skapar jákvætt viðhorf til náms í íþróttum, líkams- og heilsurækt?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf nemenda til náms í íþróttum, líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum. Einnig að kanna hvort tengsl eru milli viðhorfs eftir kyni eða reglubundinnar hreyfingar utan skóla.
    Rannsóknir sýna að viðhorf nemenda hefur tilhneigingu til að verða neikvætt til náms í íþróttum, líkams- og heilsurækt í eldri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Þá dregur úr hreyfingu ungmenna þegar þau byrja í framhaldsskóla og þau velja sér frekar viðfangsefni sem krefjast kyrrsetu.
    Þrettán framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu var boðin þátttaka. Sex skólar svöruðu og fimm samþykktu þátttöku. Alls tóku 151 nemandi þátt, 100 konur og 51 karl. Allir nemendur voru á fjórða námsmisseri (fædd 1996) samkvæmt innra neti hvers skóla.
    Rannsóknin er byggð á megindlegri aðferðafræði þar sem spurningalista var skipt niður í þrjú þemu: Bakgrunnur, kennsluhættir og nálgun og mikilvægi námsins og framtíðargildi. Svarmöguleikar byggðust á fimm punkta Likert-kvarða.
    Marktækur munur var á viðhorfi karla og kvenna til félagslegs gildis náms í íþróttum, líkams- og heilsurækt þar sem tæp 64% karla sögðust vera sammála miðað við 43% kvenna <0,05. Ekki var marktækur munur á öðrum breytum, hvorki eftir kyni né skipulagðri hreyfingu. Mikill meirihluti þátttakenda taldi mikilvægt að geta valið milli viðfangsefna í kennslustundum (83%). Fáir sögðust vilja hlaupa úti (7%), meirihluti karla (65%) kaus íþróttaleiki (handbolta, knattspyrnu, blak o.fl.). Þeir sem ekki stunduðu hreyfingu utan skóla sögðust eingöngu vilja verklegt nám (63%) miðað við 41% þeirra sem stunda hreyfingu. Þá voru karlar jákvæðari (45%) gagnvart mikilvægi námsgreinarinnar og einnig voru jákvæð tengsl milli þess að telja námsefnið höfði vel til viðkomandi og upplifa námið einstaklingsmiðað <0,01.
    Þessar niðurstöður gefa til kynna að jákvætt viðhorf til námsgreinar í íþróttum, líkams- og heilsurækt hefur jákvæð áhrif á félagslega tengda þætti. Félagslegir þættir eins og góð samskipti, samvinna, virðing og vinátta geta síðan haft áhrif á sjálfsmynd og andlega líðan einstaklingsins. Einnig virðast karlar jávæðari gagnvart náminu en konur.
    Nám í íþróttum, líkams- og heilsurækt ætti að efla til mikilla muna í framhaldsskólum. Ávinningur í gegnum kennslustundir eflir ekki einungis líkamlega færni nemenda, heldur einnig félagslega sem og andlega líðan og hæfni. Kennsla þarf að vera fagleg, fræðsluefnið innihaldsríkt og kennsluaðferðir viðeigandi til að skapa jákvæða reynslu af heilbrigðum lífsháttum sem fylgja nemendum til lífstíðar.

Samþykkt: 
  • 27.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta_Skæringsdóttir_Med lokaskjal.pdf1,35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ásta_Skæringsdóttir_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf176,97 kBLokaðurYfirlýsingPDF