Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29688
Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B. Ed gráðu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er tvíþætt, kennsluverkefni og greinagerð. Kennsluverkefnið er þemaverkefni sem ber heitið Víkingaöld árin 800-1050 – Þemaverkefni fyrir 5. bekk. Verkefnið snýst um að reyna að koma til móts við mismundandi þarfir nemenda með því að nota ólíka skapandi kennsluhætti. Verkefnin eru unnin með hæfniviðmið samfélagsgreina í Aðalnámskrá grunnskóla í huga. Í greinagerðinni er fjallað um sköpun í skólastarfi út frá fræðilegu sjónarhorni og komið inn á mikilvægi sköpunar í námi, en sköpun getur oft vakið áhuga nemenda á náminu og komið í veg fyrir brottfall. Farið er að lokum yfir fjölbreyttar kennsluaðferðir og kostir þeirra og gallar reifaðir ásamt því að skoða ávinninginn af því að kenna hamingju í skólum. Með greinagerðinni fylgir hugmyndabanki ætlaður kennurum sem vilja vinna þemaverkefni um árin 800-1050, víkingaöldina.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð LOKA.pdf | 1.34 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Ásdís_Heiðarsdóttir_yfirlýsing.pdf | 200.96 kB | Lokaður | Yfirlýsing |