is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29689

Titill: 
 • Börnin okkar : börn með fjölþættan vanda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í verkefni þessu verður sjónum beint að börnum með fjölþættan vanda, þ.e. með fötlun og fíknivanda. Staða þeirra verður skoðuð út frá hugmyndum um margþætta mismun og samtvinnun mismununar sem börn með fjölþættan vanda verða fyrir en þau verða bæði fyrir mikilli stimplun vegna fötlunar og fíknar. Verkefnið hefur leitt í ljós að fjölþætti vandinn er víðtækur og eru þjónustuþarfir flóknar sem þýðir að umrædd þjónustukerfi, þjónustu málefni fatlaðs fólks og Barnavernd vinna ekki nægilega vel saman og er úrræðaleysi þjónustukerfisins mikið. Lykilatriði er að þjónustan sé samþætt og þverfagleg. Öll börn eiga rétt á sérstakri vernd og ummönnun samkvæmt Barnaverndarlögum nr.80/2002 og samningi Sameinuðu þjóðanna nr. 18/1992 auk þess að eiga rétt á að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013 og 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 eiga öll börn rétt á þeirri þjónustu og aðstoð sem velferð þeirra krefst, án tillits til stöðu þeirra. Barnavernd býður upp á margs konar úrræði fyrir börn með fíknivanda en úrræðunum fækkar eftir því sem fötlunargreiningunum fjölgar hjá börnunum. Fjölskyldumiðuð snemmtæk íhlutun er
  leið sem mikilvægt er að virkja, og verja þarf auknum krafti í að koma í veg fyrir
  stofnvanavæðingu með frekari þróun á MST til hliðar við notendastýrða persónulega
  aðstoð. Þá er lykilatriði er að þjónustan sé samþætt og þverfagleg.

Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-verkefni-SBM-2018.pdf313.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SBM-Yfirlýsing.pdf105.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF