is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29693

Titill: 
 • Starfsánægja innan Vinnslustöðvarinnar : treystir starfsfólk sínum næsta yfirmanni?
 • Titill er á ensku Job satisfaction at Vinnslustöðin : do employees trust their immediate supervisors?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna áhuga starfsmanna VSV á starfsmannasamtölum og að skoða sambandið á milli starfsmanna og yfirmanna. Eins og staðan er í dag hjá fyrirtækinu þá fer starfsfólkið ekki í gegnum frammistöðumat og starfsmannasamtöl eru ekki á dagskrá. Í fyrirtæki eins og VSV fannst rannsakanda það athyglisvert, sérstaklega þar sem að í fyrirtækjarekstri er orðið algengt að haldin séu hefðbundin starfsmannasamtöl (Gylfi Dalman Aðalsteinsson, 2004). Áður en starfsmannasamtalið fer fram leggur yfirmaður fram eyðublað með helstu atriðum sem rætt verður um. Starfsmaður fær eyðublaðið að lágmarki viku fyrir samtal svo hann geti komið vel undirbúinn (Margrét Guðmundsdóttir, 1990). Starfsmannasamtöl geta aukið sambandið á milli starfsmanns og yfirmanns ef þau eru fagleg (Svanhildur Jónsdóttir, 2006).
  Í þessari rannsókn var notast við megindlega aðferð þar sem spurningakönnun var send á stjórnendur innan VSV. Eigindleg aðferð var einnig notuð þar sem rannsakandi settist niður með einum af yfirmönnum VSV og ræddi við hann um efni verkefnisins. Tilgangurinn með því var að fá hans sjónarhorn á efninu, hvort hann hefði einhverja reynslu eða skoðun á viðfangsefninu.
  Miðað við þær niðurstöður sem komu út úr spurningakönnuninni virtust starfsmenn vera hlynntir starfsmannasamtölum og voru einnig frekar ánægðir með sinn yfirmann. Það er mikilvægt að starfsfólk geti treyst sínum yfirmanni og leitað til hans þegar þeim finnst þess þurfa. Miðað við svörun starfsmanna þá var það einna helst hvatningin sem þeim þótti ábótavant. Það er eitthvað sem ætti að vera auðvelt að laga að mati rannsakanda.
  Rannsóknarspurningarnar sem rannsakandi leitaði eftir svörum við voru:
   Hver er skoðun starfsfólks VSV á að fyrirtækið sé ekki með skipulögð starfsmannasamtöl?
   Hvernig er næsti yfirmaður að standa sig að mati undirmanna?

Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EsterOskarsdottir_BS_lokaverk.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EsterOskarsdottir_efnisyfirlit.pdf146.28 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna