is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29695

Titill: 
  • Hvað ertu að segja? : spjöld með grunn orðaforða og hljóðbrot fyrir börn með íslensku og pólsku sem móðurmál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ísland og íslenskt samfélag einkennast í síauknu mæli af svokallaðri fjölmenningu. Hér á landi búa fjölmörg tvítyngd börn, sem oft falla að einhverju leyti utan við ríkjandi venjur, t.d. í menntakerfinu. Þó væri auðveldlega hægt að styðja þessi börn til betri menntunar, ef byrjað væri nógu snemma. Virðing, áhugi og tækifæri fullorðinna að leyfa börnunum að spreyta sig í að læra tungumálin sín geta hjálpað heilmikið. Hér fer á eftir greinagerð með verkefninu Hvað ertu að segja?. Það er verkefni fyrir tvítyngd börn sem hafa íslensku og pólsku að móðurmálum. Verkefnið sýnir í máli og myndum grunn orðaforða hjá börnum bæði á íslensku og pólsku. Verkefnið er tilvalið til að setja inná leikskóla þar sem tvítyngd börn eru að stíga sín fyrstu skref. Hægt er að setja verkefnið í möppu en þetta eru laus blöð þar sem prentað er öðru megin á blaðsíðuna og svo plastað. Verkefnið skiptist í 11 kafla með svohljóðandi flokkum: fjölskylda, gæludýr, dýr, föt, útiföt, grænmeti, ávextir, ökutæki, litir, leikföng og eldhús. Í hverjum kafla eru svo nokkrir algengir hlutir og eru tveir til fjórir hlutir á hverri blaðsíðu. Við myndirnar eru heiti fyrirbæranna á íslensku og pólsku auk þess sem framburður pólska orðsins er hljóðritaður eins nákvæmlega og hægt er með íslenskum bókstöfum . Orðin eru í lóðréttri röð. Starfsmenn leikskóla eða aðrir umönnunaraðilar tvítyngdra pólsk/íslenskra barna, sem kunna ekki pólsku, geta lesið framburðinn í þriðju línunni og fengið betri tilfinningu fyrir framburði barnsins. Ritháttur pólskunnar er oft gjörólíkur framburði, og því er mikilvægt að upplýsingar sem þessar komi fram. Meðfylgjandi er einnig minnislykill með 11 skrám þar sem heyra má hljóðbrot af orðunum sem eru á blaðsíðunum bæði á íslensku og pólsku. Hægt er að nota verkefnið bæði í skipulögðum tímum en auk þess dags daglega í skólastarfinu. Starfsmenn fá þá meiri skilning á barninu og barninu gengur betur að gera sig skiljanlegt. Greinargerðin kemur inná mikilvægi þess að börn séu frá upphafi samfélagslega meðtekin á báðum sínum tungumálum og hvers vegna það er barninu fyrir bestu að læra móðurmálin sín frá unga aldri, alla tíð.

Athugasemdir: 
  • Meðfylgjandi: hljóðbrot og orðalistar á íslensku og pólsku yfir algeng orð.
Samþykkt: 
  • 27.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Alexandra_Lind.pdf550.04 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Formáli, Hvað ertu að segja?.pdf44.43 kBOpinnFormáli á verkefniPDFSkoða/Opna
Forsíða, Hvað ertu að segja?.pdf1.54 MBOpinnForsíða á verkefniPDFSkoða/Opna
Stafrófin.pdf28.65 kBOpinnStafrófin, verkefniðPDFSkoða/Opna
Ávextir.m4a161.81 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Dýr.m4a144.07 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Eldhús.m4a167.64 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Fjölskylda.m4a147.09 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Föt.m4a126.17 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Gæludýr.m4a104.53 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Grænmeti.m4a146.62 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Leikföng.m4a129.88 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Litir.m4a159.99 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Ökutæki.m4a122.28 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Útiföt.m4a141.78 kBLokaður til...03.09.2025Hljóðbrotin, verkefnið
Ávextir PDF.pdf64.05 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Dýr PDF.pdf55.76 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Eldhúsið PDF.pdf56.04 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Fjölskyldan PDF.pdf4.66 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Föt PDF.pdf64.99 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Gæludýr PDF.pdf27.21 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Grænmeti PDF.pdf25.3 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Leikföng PDF.pdf60.85 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Litir PDF.pdf60.32 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Ökutæki PDF.pdf28.53 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Útiföt PDF.pdf67.65 MBOpinnBlaðsíður, verkefniðPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefnis_Alexandra.Lind.pdf191.37 kBLokaðurYfirlýsing með lokaverkefniPDF