is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29699

Titill: 
 • Breytingastjórnun : innleiðing AGR, helstu áskoranir og leiðir til árangurs
 • Titill er á ensku Change management : implementation of AGR, major challenges and ways to success
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Til þess að breytingar heppnist þurfa starfsmenn skipulagsheildar að taka þátt í þeim og vera tilbúin til að færa einhverjar skammtíma fórnir. Stjórnendur geta nýtt sér verkfæri breytingastjórnunar til að auka árangur innleiðingu breytinga. Breytingastjórnun tekur tillit til breytinga í innra og ytra umhverfi fyrirtækja (Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Björg Ársælsdóttir, 2011).
  Til eru margar skilgreiningar á hugtakinu fyrirtækjamenningu en byggjast þær á því að hún sé félagsleg smíð sem skapar meðlimum skipulagsheilda leið til að skilja atburði og setja þá í samhengi. Fyrirtækjamenning byggist meðal annars af gildum, trú, viðhorfum, hugmyndum, skynjun, sýnilegum táknum, samskiptamynstri, stefnu og hegðun (Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Þórhallur Guðlaugsson, 2007).
  Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn og skoðanir starfsfólks sem hafa gengið í gegnum innleiðingu hugbúnaðarins AGR þar sem þeir starfsmenn hafa öðlast ákveðna reynslu við vinnu á hugbúnaðinum. Leitast var eftir svörum við því hver upplifun fyrirtækja sem og starfsfólks var á innleiðingunni, hvert hlutverk viðmælenda var og hvað hefði mátt betur fara varðandi hlutverk fyrirtækisins AGR í innleiðingunni.
  Aðferðafræði rannsókna getur verið á ýmsan hátt. Hún getur hvort heldur verið eigindleg eða megindleg eða samansett. Aðferðin sem notuð var við gerð þessarar rannsóknar var eigindleg aðferð í formi viðtala. Ástæðan fyrir því að eigindleg aðferð var valin var sú að höfundur taldi sig ekki fá nægilega skýr svör með megindlegri rannsóknaraðferð heldur óskaði höfundur sér að fá þeirra skoðun á rannsóknarefninu og telur höfundur að það komi betri svör með viðtölum.

Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokaverk.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna