Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29703
Það kannast allir við að hafa orðið varir við markaðsskilaboð af einhverju tagi. Hvort sem það eru auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, á vefborðum heimasíðna, á samfélagsmiðlum eða á samfélagsmiðlum hjá áhrifavöldum.
Markmið rannsóknarinnar var að reyna að komast að því hvort neytendur beri meira traust til hefðbundinna miðla eða áhrifavalda á samfélagsmiðlum þegar kæmi að auglýsingu vörumerkja fyrirtækja. Einnig að kanna hvort aldur hefði einhver áhrif á traust neytenda á þessum tveimur miðlum.
Lögð var fyrir spurningakönnun þar sem þátttakendur voru spurðir ýmissa spurninga út í notkun þeirra á samfélagsmiðlum, fylgni áhrifavalda, eftirtekt hefðbundinna miðla, traust þeirra á áhrifavalda á samfélagsmiðlum, traust þeirra á hefðbundnum miðlum o.fl.
Niðurstöður úr rannsókninni leiddu í ljós að þátttakendur í heild sinni bæru jafn mikið traust til áhrifavalda á samfélagsmiðlum og til hefðbundinna miðla. Eftir að hafa skoðað áhrif aldurs kom í ljós að þeir þátttakendur sem voru yngri en 30 ára bæru meira traust til áhrifavalda á samfélagsmiðlum heldur en til hefðbundinna miðla. Og í kjölfarið að þátttakendur 30 ára og eldri bæru meira traust til hefðbundinna miðla frekar en áhrifavalda á samfélagsmiðlum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RagnheiðurSmáradóttir_BS_lokaverk.pdf | 1,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |