is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29707

Titill: 
  • Viðskiptaáætlun fyrir stofnun nýrrar bílaleigu : hvaða möguleikar eru í rekstri bílaleigu sem byggir á ódýrum bílaflota og meira eknum bílum?
  • Titill er á ensku Business plan for the establishment of a new car rental : what running options does a car rental which is based on cheap car fleet and more driven cars have?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er gerð viðskiptaáætlun á fyrstu tveimur rekstrarárunum fyrir bílaleigu sem kaupir ódýrustu týpur sem í boði eru af bílaumboðunum. Bílarnir eru svo eknir meira en gengur og gerist áður en þeir eru seldir á endursölumarkaði. Stærð bílaflotans telur 100 bíla. Verðlagning er með lægra móti og aðal markhópur bílaleigunnar eru ferðamenn með lágar til miðlungs tekjur. Gerð var markaðsáætlun eftir fyrirmynd Nýsköpunarmiðstöð Íslands, samkeppnisgreining, núllpunktsgreining, frávikagreining, rekstraráætlun og fjárhagsáætlun sem dæmi. Markaðskostnaði er haldið í lágmarki og bókunarsíður aðalega notaðar. Í ljós kom að tekjur eru góðar af rekstrinum en kostnaður er einnig mjög hár. Bílaleigan skilar hagnaði á fyrsta rekstrarárinu en tapi á því seinna m.v. gefnar forsendur. Það er fyrst og fremst vegna þess bílaflotinn er endurnýjaður í lok seinna árs og þá myndast tap vegna endursölu hans. Þó er ásættanlegur hagnaður ef bæði rekstrarárin eru gerð upp. Rekstrarumhverfi bílaleigunnar er varhugavert og lítið sem má útaf bregða svo reksturinn verði neikvæður.

Samþykkt: 
  • 27.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuli_Thor_Johnsen_BS_lokaverkefni.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna