is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29712

Titill: 
 • Að skapa námstækifæri í stærðfræði fyrir alla : fjölbreytt stærðfræðikennsla sem skapar námstækifæri fyrir nemanda með ADHD
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2013) á öllum nemendum að líða vel í skólaumhverfinu. Þegar nemendum líður vel eiga þeir auðveldara með að læra. Nemendur eru jafn misjafnir og þeir eru margir en þeir eiga allir rétt á námi við sitt hæfi. Því þarf oft að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum til þess að ná til sem flestra nemenda.
  Markmið þessa verkefnis var að finna og þróa leiðir til að vinna með nemendum með ADHD í stærðfræðikennslu í almennum bekk. Þessi ritgerð byggir á starfendarannsókn en þar skoða ég mismunandi leiðir í kennslu í almennum bekk þar sem er nemandi með ADHD. Ég rannsaka það hvernig ég geti bætt kennsluna og mætt þörfum allra nemendanna í bekknum. Framkvæmd rannsóknarinnar fór fram frá byrjun október 2017 til loka nóvembers 2017 og nýtti ég mér margþætt gögn, sem dæmi rannsóknardagbók, verkefni nemenda og minnismiða.
  Helstu niðurstöðurnar eru þær að til þess að nemandi geti lært þá þarf hann að hafa gott sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd í námsgreininni. Til þess að efla sjálfstraustið þarf kennari að vera með verðug verkefni sem nemandi getur leyst. Einnig er mikilvægt að góð tengsl séu á milli kennara og nemenda sem gerir það að verkum að traust myndast á milli þeirra. Leggja þarf sérstaka áherslu á að kennslan og námsmatið sé fjölbreytt svo komið sé til móts við sem flesta nemendur.

 • Útdráttur er á ensku

  Create learning opportunities in mathematic education for all students: A variety of teaching methods in mathematic education to create learning opportunities for a student with ADHD.
  All students should feel comfortable in the school environment. When students feel comfortable they learn better. Students are as different as they are many but they are all entitled to education at their discretion. Therefore, it is necessary for teachers to apply a variety of teaching methods to be able to reach as many students as possible.
  The purpose of this thesis was to find and develop different ways to work with ADHD students in general classroom in mathematical education. This study is built on an action research, where I explore different ways in teaching mathematics for a class where one student has ADHD. In particular I explore how I can improve my education and meet the needs of all the students in the class. The action research took place from the time frame of beginning of October 2017 to the end of November 2017 where I used a variety of data, for example research journal, students assignments and field notes.
  The key findings of my research is that in order for a student to learn, he must have a good self-esteem and positive identity in the subject. In order to enhance self-esteem, the teacher needs to have worthy assignments that a student can solve. It is also important that there is a good relationship between teacher and students, which makes trust between them. Emphases needs to be placed on a variety of teaching methods and assessments in order to accommodate the greatest number of students.

Samþykkt: 
 • 27.2.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokahandrit_ad_ritgerd_-_laufey_osk.pdf533.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - skemma.pdf707.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF